Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Í skólanum í skólanum er skemmtilegt að vera!

Já þá er skólinn byrjaður aftur. Líf og fjör að sjálfsögðu. Ég hefði haldið að ég fengi kannski að vera í Odda núna sem er heimabyggingin mín þar sem að þetta er síðasta árið mitt... en neinei við erum send út í læknagarð. Þar var víst eina stofan sem var laus (ég er alltaf í sömu stofunni) og nægilega stór fyrir okkur. Nægilega stór þýðir sem sagt að þröngt mega sáttir sitja, sumir þurfa að snúa sig úr hálsliðnum og í stofunni eru 36 stólar, þess má geta að við erum 40 á 4.ári og það er skyldumæting í tíma! Þeir eru svakalega góðir í stærðfræði í háskólanum. Óákveðinn Þess má geta að við vorum nokkrar að hugsa um að skrá okkur bara í verkfræði þar sem að við stóðum okkur svo vel við að finna bestu mögulegu leið til að sitja í tímum, upphaflega komust 16 við borð.

Mér finnst ég líka hetja að hafa fundið stofuna í læknagarði, ég spurði einhverja læknanema þar sem ég sá engin stofunúmar nokkurs staðar þegar ég kom inn. Það vissi engin hvar stofan væri en líklegast fannst þeim að ég ætti að fara upp á efstu hæð og inn ganginn... þegar ég sá númerin á stofunum þar uppgötvaði ég að mín stofa væri líklegast í kjallaranum... sem var og hárrétt!

Það er samt eitt sem er ósanngjarnt þarna... við fáum tvær pásur og af eðlilegum ástæðum þurfa allir og þá meina ég ALLIR að pissa í seinni pásunni. Þess má geta að þarna eru básaklósett, stelpu- og stráka. En allavega eins og ég sagði þurfa allir að pissa í pásunni og við erum 40, þar af 39 stelpur! Þar af leiðandi er pásan búin þegar maður er búinn að pissa. Ég meina aumingja Friðrik, hann missir af öllum umræðunum í pásunni!

Þess má geta að ég er í mögnuðum áfanga núna, leslistinn okkar er tvær blaðsíður en við megum velja hvaða bækur við lesum. Flestar áhugaverðu bækurnar eru bara til á fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri! 

Með kveðju frá lestrarhestinum.

 

PS mér líkar vel við þessa síðu og er að hugsa um að vera hérna áfram... þeir sem vilja link verða að kommenta og biðja um hann... fyrstir koma fyrstir fá! Ullandi


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband