Færsluflokkur: Bloggar

Skamm skamm

Það er alltaf verið að skamma mig fyrir bloggleysi. Ég hef bara eitthvað svo lítið að segja þessa dagana og nenni lítið að hanga í tölvunni. Ég kveikti á tölvunni til að undirbúa uppeldisnámskeiðið sem ég er víst að kenna en að sjálfsögðu er ég bara búin að vera á facebook og leika mér í photoshop sem ég er nýkomin með (takk Gummi). Annars er ég mikið búin að vera að reyna að prjóna. Ég kláraði vestið mitt í gær en uppgötvaði svo að þetta var meira svona dúkkukjóll, það hefði ekki einu sinni barnshaus komist í gegnum hálsmálið. Ég hins vegar rakti svo hálsmálið upp og prjónaði það lausar, hausinn minn kemst í gegn en ég held að þetta sé allt saman rosalega lítið eitthvað, ég prjóna svo fast. En núna er þetta allavega orðið vesti og ef ég kemst ekki í það þá bara gef ég litlu frænku minni það, hún verður kannski glöð. Það nýjasta hjá mér er einfalt en skemmtilegt dót sem Heiðdís gaf mér uppskrift af í dag, en ég ætla ekki að segja hvað það er það sem þetta eru planaðar jólagjafir hehe!

En jú, eitt sem ætti kannski að blogga um. Stefán Bogi dró Heiðdísi, mig og Dorie í Sænautasel í gær í myrkragöngu og haustmatsveislu. Það var ekki skemmtilegt að keyra, sérstaklega ekki þegar ég sá bara eina stiku í einu og stundum enga! Stefán Bogi tók svo við akstrinum og kom okkur á réttan stað, þrátt fyrir að Heiðdís hafi eiginlega bara viljað snúa við. Það varð að vísu lítið úr göngunni enda var það kalt og snjóugt að skeggið á Stefáni Boga fraus. Ég bað hann um að láta það gerast aftur þegar ég væri með myndavélina mína en hann stóð ekki við það. Við neyddumst svo til að borða haustmatinn þar sem við vorum föst þar til hefillinn var mættur til að moka fólk út. Í matinn var slátur, hangikjöt, rúgbrauð, sviðakjammar og síðast en ekki síst kindafætur! Ég borðaði smá slátur, pínu hangikjöt, og smakkaði fót. Kindafætur eru ekki góðir ef þið skilduð vera að hugsa um að smakka þá, þeir eru bara skinn, fita og bein - ég er ekki hrifin af neinu af þessu þrennu, þannig að ég kláraði fótinn minn ekki. Það var samt fullt af köllum þarna sem borðuðu þetta allt saman með bestu lyst og lyktin var eftir því! En ég fékk fínan ávaxtagraut í eftirrétt og við komumst heim heil og höldnu þar sem ég kíkti í heimsókn til Stefáns og Heiðdísar Boga (hehe) og horfði á mean girls, gaman að því!

Jæja þá er ég búin að segja frá öllu því merkilega sem ég gerði um helgina held ég, nei gleymdi tvennu, ég mætti í skokkhóp í gær og messu í dag. Hvorugt merkilegt en ég er að hugsa um að halda áfram að mæta í skokkhóp á laugardagöum fyrst að það er ein þarna sem er til í að hlaupa undir 10 km með mér, gaman að því!

yfir og út! 


Dugleg stelpa!

Ég vil þakka fyrir allar hamingjuóskirnar... mér fannst fyrst að bíllinn yrði að vera karlkyns en svo þegar ég kynntist Dorie betur er ég bara sáttari og sáttari. Sérstaklega eftir að hafa horft á finding Nemo áðan... Dorie er bara æði!

En þrátt fyrir að eiga svona flottan bíl þá hljóp ég um bæinn þveran og endilangan í dag... frá sundlauginni út að flugvelli yfir í Fellabæ, til baka, framhjá Bónus, framhjá Húsasmiðjunni ofan við mjólkurstöðina, framhjá löggustöðinni fyrir neðan hverfið hjá Heiðdísi og Stefáni Boga, meðfram Eyvindaránni og að sundlauginn aftur = 10 kílómtrar! Í dag var sem sagt fyrsta hlaupið í einhverri hlaupaseríu sem er komin í gang hérna á Egilsstöðum. Síðasta laugardag í hverjum mánuði í vetur verða hlaupnir 10 kílómetrar. Allir sem taka þátt fá 1 stig en sá sem er í fyrsta sæti fær 5 stig, annað sætið 4 stig, þriðja sætið þrjú stig og fjórða sætið 2 stig. Ég fékk sem sagt 1 stig fyrir þetta hlaup, en ég var samt ekki síðust, það voru þrír á eftir mér! (Munið ég bý á Egilsstöðum, við vorum ekkert rosalega mörg). Ég átti mér tvö markmið: nr. 1 hlaupa alla leið. Nr. 2 vera undir klukkutíma. Ég náði markmiði nr. 1, ég var reyndar ekki búin að hlaupa lengi þegar ég ákvað að gefa skít í markmið nr. 2 þar sem mér var orðið ansi illt í bakinu og mótvindurinn var að drepa mig. Ég var að vísu ansi svekkt þegar ég fattaði að ég kláraði hlaupið á 61 mínútu, alveg búin á því! En ég fæ annan séns eftir mánuð og þá er bara spurning um að taka þetta almennilega og fara á undir klukkutíma! Svo eftir hlaupið fór ég í heita pottinn, þaðan á subway og síðan heim. Ég er ennþá ansi þreytt, bootcamp formið er eitthvað orðið lélegt þrátt fyrir að vera nokkuð dugleg í ræktinni. Herþjálfunin er annaðhvort ekki byrjuð eða þá að kallinn gleymdi mér... lélegt!

 En jæja þá held ég að ég ljúki þessari montfærslu minni... nei annars ég gleymdi einu, ég vann! Það voru útdráttarverðlaun og ég fékk inneign í Skógum víhí ég ætla að kaupa mér flottan bol! En núna ætla ég að ljúka montfærslunni en minni á að ég verð í Reykjavík frá mánudegi og fram á föstudag, þeir sem vilja hitt mig þurfa að fara að bóka tíma Cool 


Prakkarastrik!

Síðasta laugardag keyrðum við hjónakornin norður á Akureyri á druslunni okkar Depli en keyrðum svo heim um kvöldið á þessum:

 

IMG_4307IMG_4308
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Nú er það ekki lengur fátæki námsmaðurinn sko heldur ríki félagsráðgjafinn Cool Hljómar að vísu eins og þversögn í mínum huga... en hvað er betra í kreppunni en að kaupa sér flottan bensínhák?!? 
 
PS Hann er kvenkyns og heitir Dorie af því að hann er Ford Escape "Escape! Funny it's spelled just like escape" (Hver náði þessum?) 

MÁD - dagur 7

... og nú skal það virka! 

IMG_4293 
Jú sko, það virkaði. Þetta er einmitt litli sæti frændi minn sem stækkar einhver heil ósköp með hverju árinu. Og einmitt á svipuðum tíma og fólk fer að skella vetrardekkjunum undir bílana sína þá á litli kúturinn afmæli. Ekkert smá sætur og myndarlegur strákur (þetta er í ættinni) Cool 

Vá netið mitt er í fýlu

eða blog.is eða eitthvað því myndin mín neitar að birtast og ég nenni ekki að bíða lengur. Reyni aftur á morgun og þá fáið þið vonandi að sjá síðustu myndina mína. Pirrpirr GetLost


MÁD - dagur 6

Ég ákvað að breyta aðeins til í dag og setja inn þrjár myndir, þið eigið svo að segja mér hvaða mynd er flottust. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst. En allavega myndefnið sem varð fyrir valinu í dag eru kuldaskórnir hans litla frænda míns!

IMG_4274IMG_4273IMG_4275

 

 

 Annars var KSF fundur í kvöld, við vorum 9 en þetta var frekar alþjóðlegur fundur. Aiden mætti að sjálfsögðu og svo voru tvær finnskar stelpur sem komu snemma til að fara á NOSA. Það mætti líka einn nýr strákur sem fann okkur á netinu, hann er kúl, vonandi mætir hann aftur. Ég var ræðumaður, eða meira svona vitnisburðakona. Mér fannst ég alveg segja eitthvað af viti, vonandi fannst það fleirum. Ég var allavega að reyna að koma orðum að því hvað það munar miklu að vera kristinn í erfiðu starfi. Það getur reynt mikið á mann persónulega að vera að vinna t.d. í barnavernd en þegar maður er kristinn getur maður lagt málin fram fyrir Guð í lok dags og þá er vinnan búin þar til maður mætir aftur næsta dag. Vonandi meikar þetta sens fyrir einhverjum en þetta hjálpar mér allavega mikið!

En hvað um það, allir að velja flottustu myndina, mamma er búin að því, segi ykkur seinna hennar skoðun, vil ekki að hún hafi áhrif á ykkur hehe... 


MÁD - dagur 5

Fyrst að gærdagurinn klikkaði og ég komin suður til Reykjavíkur þá var eitthvað erfitt að halda áfram. En ég gerði það samt sökum hvatningar (takk Gummi Cool)

Gummi sagði mér líka að breyta tímasetningunni svo það myndi enginn fatta að ég sé að gera þetta allt saman eftir miðnætti. Ég nenni því ekki, fyrir mér er 10. október þangað til ég fer að sofa þannig að mér finnst ég ekkert of sein. En hérna er myndin mín: vetrardekkið hans Gumma!

 IMG_4272


sorrý - engin mynd.

Nei kæru lesendur... iphoto var með eitthvað diss og myndirnar mínar týndust, þar af leiðandi engin mynd í dag. Kannski lengi ég bara verkefnið um einn dag í staðinn... sjáum til!

MÁD - dagur 4

Þegar það er frost þá fer maður í rosa hlýju alltof stóru ullarsokkana frá tengdaömmu, þeir eru æði! Svo eru þeir líka bara svo flottir að mér fannst þeir ágætis myndefni.

 

IMG_4260

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

PS það var verið að auglýsa herþjálfun á Egilsstöðum, jafnast örugglega ekki á við BC en ég hugsa að ég mæti nú samt. Verst hvað þetta virðist ómótað hjá kallinum. Ég ætla að hringja í hann á morgun og fá upplýsingar... oohhh ég hlakka svo til! 


MÁD - dagur 3

Þegar ég byrjaði verkefnið sá ég fram á að labba með myndavélina úti og taka myndir af blómum eða einhverju fallegu í frostinu. Núna er þetta hins vegar bara spurning um að vera frumlegur því það er ca. allt frost farið. Hver getur séð hvað er á þessari mynd?

IMG_4256

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband