Færsluflokkur: Kirkjan

Málefnalegt?

Fyrst verð ég nú að deila með ykkur merkilegasta póstinum í dag. Jújú ég fékk send innlegg í pósti, 3 stk. eiga að passa í allar nærbuxnategundir. Kannski læt ég ykkur vita hvernig þau virka seinna! Minnir bara á túrtappana sem ég fékk í pósti fyrir mörgun árum, áður en ég var byrjuð á túr... hvar ætli þeir séu niðurkomnir Woundering??

 kfumogkfuk_logo

En nú ætla ég ótrúlegt en satt að lýsa yfir óánægju minni opinberlega. Ég er mjög óánægð með eina ákvörðun stjórnar KFUM & KFUK. Nú á sem sagt að fara að skipta um merki og taka upp danska merkið. Ok ég skil hagkvæmnina sem er í gangi af því að þá er hægt að kaupa merktar vörur frá Danmörku og eitthvað í staðinn fyrir að styrkja íslenska framleiðslu (jákvætt eða neikvætt?) En að vísu trúi ég því ekki að það sé svakalega hagkvæmt að fara út í svona róttæka skiptingu og rífa niður merkin af húsinu, búa til ný, hanna ný bréfsefni og prenta þau... það er margt í skiptingunni líka sem kostar pening. En málið er aðallega það að síðan hvenær hefur KFUM & KFUK snúist um peninga og hagkvæmni, þetta mál er miklu meira en eitthvað svoleiðis. Þetta snýst fullt um tilfinningar, ég vil til dæmis ekkert taka upp nýja merkið, það eru fleiri tákn í KFUK merkinu og það er líka miklu flottara, nú þarf ég að safna öllum vörum sem eru til með því merki og nota eins mikið og ég get! Kannski ég steli bara KFUK merkinu af veggnum á Holtaveginum og hengi upp hérna heima, já eða hirði það þegar það á að fara í ruslið Wink
En það sem ég er fyrst og fremst óánægð með er kannski ekki merkjaskiptin sjálf heldur hvernig staðið var að þeim. Þetta er stórt mál, þetta er tilfinningamál og ég skil ekki af hverju félagsfólk var ekki spurt! Það hefði alveg verið hægt að bíða með þetta og greiða atkvæði á aðalfundi... það hefði ekki verið dýrt. Þetta er miklu meira en bara einhver Glitnisumbreyting... þetta er spurning um tilfinningar, ég dauðvorkenni gömlu konunum í AD KFUK sem hafa alist upp með þetta merki á náttborðinu næstum því eða allavega í hjartanu!

Svo eru þessi gömlu góðu merki bara mikið flottara en biðskyldu merkið danska! 

 

kfuk_logo

 

 

kfumlogo_synishorn

 

Annars megið þið líka endilega segja mér hvað ykkur finnst... hvort sem þið eruð sammála eða ósammála. Á þessu bloggi eru allar skoðanir leyfðar Grin

 


Trúarjátningin

Vildi bara deila þessu prófi með ykkur. Endilega takið það og setjið niðurstöðurnar í kommentin Glottandi

Ég trúi henni 100%, enda segi ég aldrei neitt í hugsunarleysi Óákveðinn

 


reverendfun klikkar aldrei

þetta er bara brilljant og passar að mínu mati vel inn í umræðuna sem hefur átt sér stað. Ullandi
add_toon_info

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband