Dugleg stelpa!

Ég vil þakka fyrir allar hamingjuóskirnar... mér fannst fyrst að bíllinn yrði að vera karlkyns en svo þegar ég kynntist Dorie betur er ég bara sáttari og sáttari. Sérstaklega eftir að hafa horft á finding Nemo áðan... Dorie er bara æði!

En þrátt fyrir að eiga svona flottan bíl þá hljóp ég um bæinn þveran og endilangan í dag... frá sundlauginni út að flugvelli yfir í Fellabæ, til baka, framhjá Bónus, framhjá Húsasmiðjunni ofan við mjólkurstöðina, framhjá löggustöðinni fyrir neðan hverfið hjá Heiðdísi og Stefáni Boga, meðfram Eyvindaránni og að sundlauginn aftur = 10 kílómtrar! Í dag var sem sagt fyrsta hlaupið í einhverri hlaupaseríu sem er komin í gang hérna á Egilsstöðum. Síðasta laugardag í hverjum mánuði í vetur verða hlaupnir 10 kílómetrar. Allir sem taka þátt fá 1 stig en sá sem er í fyrsta sæti fær 5 stig, annað sætið 4 stig, þriðja sætið þrjú stig og fjórða sætið 2 stig. Ég fékk sem sagt 1 stig fyrir þetta hlaup, en ég var samt ekki síðust, það voru þrír á eftir mér! (Munið ég bý á Egilsstöðum, við vorum ekkert rosalega mörg). Ég átti mér tvö markmið: nr. 1 hlaupa alla leið. Nr. 2 vera undir klukkutíma. Ég náði markmiði nr. 1, ég var reyndar ekki búin að hlaupa lengi þegar ég ákvað að gefa skít í markmið nr. 2 þar sem mér var orðið ansi illt í bakinu og mótvindurinn var að drepa mig. Ég var að vísu ansi svekkt þegar ég fattaði að ég kláraði hlaupið á 61 mínútu, alveg búin á því! En ég fæ annan séns eftir mánuð og þá er bara spurning um að taka þetta almennilega og fara á undir klukkutíma! Svo eftir hlaupið fór ég í heita pottinn, þaðan á subway og síðan heim. Ég er ennþá ansi þreytt, bootcamp formið er eitthvað orðið lélegt þrátt fyrir að vera nokkuð dugleg í ræktinni. Herþjálfunin er annaðhvort ekki byrjuð eða þá að kallinn gleymdi mér... lélegt!

 En jæja þá held ég að ég ljúki þessari montfærslu minni... nei annars ég gleymdi einu, ég vann! Það voru útdráttarverðlaun og ég fékk inneign í Skógum víhí ég ætla að kaupa mér flottan bol! En núna ætla ég að ljúka montfærslunni en minni á að ég verð í Reykjavík frá mánudegi og fram á föstudag, þeir sem vilja hitt mig þurfa að fara að bóka tíma Cool 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þjóðarblómið

Elska blogg frá þér :) Ég á pantaðan tíma allavega á þriðjudagskvöldið. Verðuru ekki næstu helgi í bænum?? Hvaða rugl er það?

Þjóðarblómið, 25.10.2008 kl. 18:14

2 Smámynd: Lutheran Dude

Þráinn, Erna og prestshjónin eru að koma í heimsókn til okkar þannig að mér finnst skemmtilegra að vera heima

Lutheran Dude, 25.10.2008 kl. 18:25

3 identicon

Til hamingju með bílinn, hlakka til að taka rúnt um Egilsstaði á kagganum. Er orðin svo spennt að koma í heimsókn til ykkar.

Erna (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 02:32

4 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Til hamingju með nýja bílinn, bið að heilsa Þorgeiri, og hlakka til að sjá ykkur 7. des.  Kveðjur úr Grafarholti...........

Sigríður Jósefsdóttir, 1.11.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband