vísbendingar um athyglisbrest

... en bara á lágu stigi sem betur fer.

En já því miður gerast stundum hlutir sem benda til þess að ég sé með vægan athyglisbrest. Ég var á málstofu í morgun og við nemarnir skiptumst á að lýsa rannsóknarverkefnunum okkar. Þegar ein stelpan var að tala, fattaði ég að ég vissi ekkert hvað hún var búin að segja og þetta hefur gerst sorglega oft í tímum, KSF fundum, kirkju eða bara of stórum hóp af fólki (stunum þurfa ekki að vera fleiri en 3-4 til að hópurinn sé of stór). Ég hugsa samt að þetta eigi ekki eftir að gerast í viðtölum, ég vona allavega ekki því þá er ég á rangri hillu í lífinu!

Annað sem gæti gefið vísbendingu um athyglisbrest hjá mér gerðist í dag þegar ég var að setja saman stól sem við hjónin keyptum um helgina. Við vorum svo hagsýn um helgina að það var æðislegt. Mér finnst gaman að eyða peningum og segjast vera hagsýn. Við sem sagt keyptum 6 stóla á 1000 kr. stykkið á Lagersölu IKEA og svo keyptum við föt á okkur bæði á 40-70% afslætti. Nú er ég algjör gella, búin að kaupa stígvél og fleiri pils! En já kannski er þetta enn eitt dæmið um athyglisbrest vera að segja eitthvað en gleyma því og byrja að tala um allt annað... anyways ég var að setja stólinn saman, reyna að flýta mér og hugsa um eitthvað annað í leiðinni og þetta gerðist:

jol07

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagný Guðmundsdóttir

HAHA! brilliant! ... þetta er einstaklega fyndið!

Dagný Guðmundsdóttir, 16.1.2007 kl. 01:05

2 identicon

Yndislegt!

Brynja Kefló (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 01:41

3 Smámynd: Þjóðarblómið

Snillingur!! Ég þarf að fara að versla bráðum!! Shit hvað þú ert orðin mikil stelpa :)

Þjóðarblómið, 16.1.2007 kl. 09:06

4 Smámynd: Lutheran Dude

Já Þóra, ég versna með hverjum deginum

Lutheran Dude, 16.1.2007 kl. 10:00

5 identicon

ég þurfti að horfa smá á myndina áður en ég fattaði nákvæmlega hvað væri að - kannski er eitthvað að!

Þráinn (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 15:50

6 identicon

Hehe...snilld!!

Sólrún Ásta (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband