Já ég ákvað að nota matartímann minn til að blogga!
það eru miklar vetrarhörkur á Austurlandi þessa stundina, enda er ég búin að taka snjóbuxurnar mínar upp úr kassa og eru þær nú hluti af daglegum útbúnaði.
Kostir snjósins:
- Ég sé ekki lengur bílana í bílakirkjugarðinum fyrir utan gluggann á skrifstofunni
- Það er bjartara yfir
- Snjór er skemmtilegur
Gallar snjósins:
- Ég sé ekki veginn við Kirkjumiðstöðina í gær
- Ég þurfti að moka í einn og hálfan klukkutíma
- Ég þurfti að vaða mannhæðarháa snjóskafla til að komast upp á veg (datt nokkrum sinnum og átti erfitt með að standa upp)
- Bíllinn er ennþá fastur
- Ég komst ekki heim til mín síðustu nótt
En já vegurinn við kirkjumiðstöðina var sem sagt ekki ruddur, ég hitti ekki á veginn og festi bílinn. Þó ég hefði hitt á veginn þá hefði bíllinn samt setið fastur einhvers staðar. Í gærkvöldi sá ég að það var ekki búið að ryðja veginn og ég var of þreytt til að vaða skaflana og þurfa svo að vaða þá aftur í morgun til að komast í strætó. Þess í stað gisti ég heima hjá Jóhönnu. Það var ágætt en engu að síður ætla ég að vaða skaflana eftir vinnu í dag til að geta hangið heima yfir helgina. Helginni verður að öllum líkindum eytt í DVD gláp en það eru sannir vinir sem halda í mér lífinu þessa dagana
Þrátt fyrir þessi stífu plön um helgina verða símtöl leyfð, en þeim verður svarað í réttri röð
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.