... eða kannski voðalega litlar fréttir. Ég fór að heiman um kl.18 í gær eftir að hafa horft á skemmtilegan handboltaleik, mér finnst alltaf gaman þegar Ísland vinnur! En já ég fór sem sagt að heiman og þá var ekki búið að ryðja fyrir mig, maðurinn sem ætlaði að reyna að koma á fimmtudaginn en í síðasta lagi á föstudaginn. Ég vona að hann sé búinn að þessu núna... einhvern veginn verð ég að ná bílnum úr skaflinum og í vinnuna. Það er víst félagsþjónustan sem á bílinn og fólkið þar væri eflaust til í að fara að fá hann aftur í stað þess að geyma hann í skafli.
En ég veit sem sagt ekki hvernig staðan er við Kirkjumiðstöðina þar sem að ég fór í bíó á Reyðarfirði í gær á myndina Köld slóð. Ég verð að segja að mér fannst hún bara mjög þrátt fyrir full Hollywood legan endi eitthvað. Í stað þess að láta skutla mér heim eftir þessa stórskemmtilegu bíóferð ákvað ég að þiggja gistingu sem mér var boðin á Norðfirði. Núna sitjum við Friðrik saman í stofunni, hann að horfa á fótbolta (ég held að Man United og Arsenal séu að spila) og ég í tölvunni. Við erum að bíða eftir að handboltinn byrji og svo verður mér skutlað heim held ég.
En það merkilegasta af öllu! Ég vann Frikka í skrafli HAHA ég er montinn, þá er bara næsta skref að vinna Þorgeir
PS ég tók nokkrar snjómyndir í gær, set þær inn þegar ég verð í bænum og kemst á netið í minni eigin tölvu
Athugasemdir
Ég held að ég verði nú að viðurkenna að einhvern tíma hafirðu unnið mig í skrafli Hlín!
Þorgeir Arason, 22.1.2007 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.