læknaþættir

Þegar ég fór í heimsókn til Friðriks forseta var hann svo ljúfur að lána mér serínu sína af House. Ég hafði nú ekki einu sinni hugmynd um hvaða þættir þetta voru en þessi sería hefur engu að síður runnið ljúft niður og er nú komin til síns heima. Þessir þættir eru stórskemmtilegir, Dr. House furðulegur líklega geðveikur stórskemmtilegur karakter og ekki skemmir fyrir hvað Dr. Chase er myndarlegur Wink

Það var aðeins eitt sem mér líkar ekki við þessa þætti, það er félagsráðgjafagrýlan sem kemur fyrir. Það eru tvö barnaverndarmál sem koma upp og alltaf eru læknarnir að kóa með svo barnaverndarnefndin þurfi ekki að koma. Í eitt skipti var 15 ára strákur að sjá um veika mömmu sína, barnaverndin kemst að þessu og það mætir á svæðið þessi þvílíka stífa kelling og dregur hann hágrátandi í burtu og segir honum að gera þetta ekki erfiðara en það þurfi að vera. Í hitt skiptið eru foreldrar ungabarns handteknir fyrir að gefa því grænmetisfæði! Trúið mér nú hef ég komið að nokkrum barnaverndarmálum hérna en aldrei hefur barn verið tekið af foreldrum sínum eða starfsfólkið komið þannig fram að fólk hafi ástæðu til þess að forðast það!

Hitt er svo annað mál að í bílnum á leiðinni frá Djúpavogi í eitt skiptið ákváðum við Hildur félagsráðgjafi að stefna bara á Hollywood. Í staðinn fyrir þessa löggu og læknaþætti að búa bara til sérstakan félagsráðgjafaþátt. Það þarf ekki mikið til bara að krydda karakterana hérna á Félagsþjónustunni aðeins og færa barnaverndarmálin í stílinn, kannski blanda nokkrum saman og svona! Ég held að við gætum alveg meikað það í Hollywood, félagsráðgjafar eru miklu skemmtilegri stétt heldur en læknar! Og ekki skil ég hvernig lögfræðingaþættir meika það, hvað er skemmtilegt við það að vera lögfræðingur? Enda vita allir hver var skemmtilegasti karakterinn í Judging Amy, félagsráðgjafinn að sjálfsögðu.

Bíðið bara, ég er alveg að fara að meika það Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

var Juding Amy ekki bara svona félagsráðgjafaþáttur??  En kannski eru félagsráðgjáfar bara svona stífir - hvað veit ég?

En annars til hamingju með að vera komin með kallinn - sjáumst í næstu borgarferð!

kv. Þráinn 

Þráinn (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband