Einhvern tíma lofaði ég að sýna myndir úr snjónum þegar ég kæmi í bæinn. Nú er ég búin að vera í bænum síðan á föstudag og hef haft ýmislegt annað við tíman að gera en að blogga. Enda fæ ég aldrei nein komment þannig að mér finnst ekki liggja neitt á því að blogga! Þannig að ef þið viljið blogg þá verðið þið að kommenta En ég ætla að reyna að setja inn nokkrar myndir úr snjónum... kannski flækist eins og ein mynd af akureyri með og jafnvel þorrablótinu líka þó þær séu reyndar flestar frekar lélegar.
Ég held reyndar að ég nenni ekki að setja myndirnar hérna inn, ég verð að fara í sturtu og svo að sofa... þið verðið bara að kíkja í Albúmið Austurland sem ég var að búa til!
Athugasemdir
Jú! Myndir, ég elska myndir! Gaman gaman
Guðrún , 26.2.2007 kl. 23:37
er núna orðið nauðsyn að vera hjá blog.is til að vera með tengil. Uss!
Sólveig (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 00:02
never mind... einfaldaði málin Nú þarf ekki lengur að skrá mig alltaf inn þegar ég þarf að kommenta hjá blog.is fólki
Sólveig, 27.2.2007 kl. 01:08
hey......lof-komment ;)
Ef þú hefur í hyggju að setja inn myndir frá Akureyri reikna ég með að þú sért að tala um Akureyrarferðina sem ég var í með þér og vil ég eindregið mæla með og óska þess að engar myndir af mér fari þar með inná......mundu, ég var veik og átti alveg rosa rosa rosa rosa erfitt! :)
Ég vorkenni þér ýkt að missa af árshátíðinni minni á laugardaginn :)
Tinna Rós Steinsdóttir, 27.2.2007 kl. 14:59
Myndirnar eru allar í albúmi hér til hægri. Albúmið heitir Austurland og ég held að þú hafir sloppið Tinna mín
Lutheran Dude, 27.2.2007 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.