Prédikunin sem enginn fær að lesa

Fyrir þá sem föttuðu ekki titilinn þá er ég að vísa í gamalt blogg frá Þorgeiri Grin

Ég var sem sagt að prédika um helgina, meira að segja tvisvar. Fyrst klukkan 11 í Egilsstaðakirkju og svo klukkan 14 í Bakkagerðiskirkju. Það var ágætlega mætt í Egilsstaðakirkju og prédikunin gekk svosum ágætlega þó að prédikunarstóllinn sé ekki alveg minn staður. Held að það sé nóg að betri helmingurinn sjái um það. Svo var haldið með sr. Jóhönnu á Borgarfjörð, við byrjuðum á að kíkja í félagsheimilið þar sem var annar í afmæli. Það var sem sagt kona sem varð fimmtug á Borgarfirði og þar sem Jóhanna komst ekki í afmælið á laugardaginn sökum veðurs og nennuleysis (margir gestir voru víst bara sóttir af jeppamönnum til að komast yfir fjallið) þá var okkur boðið í afganga fyrir messu. En trúiði mér þessir afgangar hefðu næstum dugað ofan í alla gestina sem voru þarna á laugardeginum, ég var aðallega svekkt að vera búin að borða og vera á leiðinni í messu! Þarna hitti ég líka Kristjönu sem var ráðskona í sumarbúðunum hérna einu sinni... skemmtileg kona sem ég hélt alltaf fram að væri Borgarfjörður Eystri, hún gerði ALLT! En já svo var haldið í kirkjuna, fámennt en góðmennt, ótrúlega fáir krakkar en þeir mæta víst frekar í sunnudagaskóla en fjölskyldumessu og við erum að tala um að það mæta ALLIR krakkarnir í sunnudagaskólann, 0 ára og fram að fermingu eða því sem næst. Ég hitti líka mömmu hans Magna, hún var meðhjálpari, var að spá í að láta taka mynd af mér með henni en hætti svo við Tounge eða eitthvað.

En þrátt fyrir að prédikunarstóllinn sé ekki minn staður var ég nú bara ánægð með prédikunina mína, eiginlega ánægðari með hana á prenti heldur en flutninginn en því miður þá hefur hún ekki enn verið birt á kirkjan.is og þess vegna fær enginn að lesa hana! Ýkt óheppin þið hehe


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagný Guðmundsdóttir

Jeij ég get loksins kommentað aftur! ljóta lykilorða rugl...

anyways! magnað að þú varst beðin um að predika!

Ég er viss um að þetta hefur verið mjög góð predikun og hefði viljað heyra hana sjálf! :)

en annars vildi ég bara kvitta fyrir mig þar sem ég hef nú ekki getað gert það lengi.....og þar sem ég hef ekki talað við þig í þúsund ár!

Dagný Guðmundsdóttir, 6.3.2007 kl. 12:52

2 identicon

Ég hef nú aldrei hitt mömmu hans Magna, en ég hef sofið í garðinum/á túninu hennar

Kv. Heiðdís

Heiðdís (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband