Jæja ég sit hérna í vinnunni, óttalegur lasarus, ætti að vera heima hjá mér sofandi en nenni því nú varla, bíð aðeins sé hvað ég orka miklu eftir þetta blogg.
En þetta var spurning um borgirnar... teljum þær bara upp
London - kostir
- ég skil fólkið
- fólkið skilur mig
- oxford street = fullt af búðum
- flott hótel
- starbucks
- Skemmtilegir ferðafélagar
London - gallar
- of stuttur tími
- of mikið af fólki
- leiðinlegur flugvöllur, security dæmið þið vitið
Parma - kostir
- skemmtilegt hótel
- Skemmtilegir leigubílstjórar
- góðar kynningar á ráðstefnunni
- H&M
- Góður matur nei fyrirgefiði æðislegur matur!
- Skemmtilegir ferðafélagar
- Táknmál og íslenska virkar ótrúlega vel
Parma - gallar
- Fólkið skilur mig ekki
- Ég skil fólkið ekki
- Siesta
- Hótelið ekki í göngufæri frá ráðstefnu
- Skipulagið ekki að gera sig (vantaði Þjóðverjana greinilega)
Reykjavík - kostir
- Ég skil fólk
- Fólk skilur mig
- Heimili
- Eiginmaður
- Fjölskylda
- Vinir
- Félagslíf
- KSF
Reykjavík - gallar
- Egilsstaðir eru kúl
- Ég bý ekki í Reykjavík núna
Niðurstaða:London 6-3, Parma 7-5, Reykjavík 8-2 = Heima er best
Flokkur: Bloggar | 22.3.2007 | 11:53 (breytt kl. 11:54) | Facebook
Athugasemdir
Verð samt að segja að mér finnst mjög fyndið að eiginmaðurinn er nr. 4 á listanum yfir kosti Reykjavíkur.
Anna Guðný (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 12:56
Ætli það sé þá ekki rétt að taka fram að atriðin eru ekki talin upp eftir mikilvægi!
Lutheran Dude, 22.3.2007 kl. 15:29
Skemmtileg upptalning
Kv. Heiðdís
Heiðdís (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 21:14
Berlín fær mitt atkvæði!
Pétur Björgvin, 23.3.2007 kl. 11:08
Ég bý í Reykjavík en skil þig samt ekki alltaf. Spurningin hvort það segi meira um þig eða mig
Þráinn (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.