Já ég skrapp í menninguna á laugardaginn með fjóra 10 ára snillinga til að taka þátt í stórmerkilegri spurningakeppnin. Keppnin kallast Jesús lifir og er sem sagt Biblíuspurningakeppni milli hinna ýmsu kirkjudeilda. Egilsstaðakirkja var með eina liðið úr Þjóðkirkjunni og að sjálfsögðu fórum við með sigur úr bítum. Enda bara snillingar hér á ferð. Aðventkirkjan var í öðru sæti en samkvæmt bikarnum hefur lið þeirra unnið keppnina tvisvar sinnum. Mér fannst reyndar pínu leiðinlegt að liðið sem vann fékk fullt af verðlaunum og mikla athygli en þau sem lentu í öðru sæti fengu bara það sama og allir aðrir þátttakendur, ekki einu sinni hamingjuósk! En öll liðin stóðu sig mjög vel og höfðu gaman af sem skiptir mestu máli. Spurt var úr Esterarbók, Rutarbók og Jónasi og finnst mér pínu kaldhæðni í því að í keppni sem ber titilinn Jesús lifir var ekki ein einasta spurning um Jesú!¨
Á sunnudag var svo haldið með börnin í keilu og keyrt fram hjá Hallgrímskirkju og fleiri merkilegum stöðum, margt að sjá í Reykjavíkinni. Þau voru að vísu misáhugasöm um hluti eins og Hallgrímskirkju þar sem eitt barnið hafði ekki farið til Reykjavíkur í fjögur ár en önnur fara að minnsta kosti einu sinni í mánuði og jafnvel oftar.
Þessi ferð var sem sagt öll hin ágætasta og gaman að sjá krakkana standa sig svona vel, skemmta sér vel saman og bara vera skemmtileg eins og þau eru alltaf. Hitt er svo annað mál að ég hef ekki mikinn áhuga á að taka þátt í þessari keppni aftur ef skipulagið verður eins. Á tímabili fannst mér ég hafa tvo möguleika, að fara út að hlaupa til að losa pirringinn eða að æsa mig við einhvern skipuleggjendanna. Það besta var þegar hálft liðið okkar var sent upp á svið, hinum helmingnum bannað að fara upp úr kjallaranum en þegar þeim var loks hleypt upp voru þau skömmuð af öðrum starfsmanni fyrir að mæta of seint á sviðið!
En ef skipulagið myndi batna mælti ég eindregið með þessari keppni, gaman fyrir krakka úr mismunandi kirkjudeildum að hittast og að sjálfsögðu lesa í Biblíunni!
Áfram Egilsstaðir!
Flokkur: Bloggar | 26.3.2007 | 12:47 (breytt kl. 12:48) | Facebook
Athugasemdir
Egilsstaðaliðið hefur greinilega fengið framúrskarandi þjálfun hjá ykkur frænkum í biblíulestri!
Þorgeir Arason, 26.3.2007 kl. 19:09
Tjah aðallega annarri okkar samt
Lutheran Dude, 27.3.2007 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.