í sól og sumaryl

Af hverju er ég á leið í borg óttans yfir páskana? Mér finnst að fjölskyldan og vinirnir eigi bara að koma til mín svona til tilbreytingar! Veðrið hérna er sem sagt æðislegt, það er sól og hiti án gríns. Mældist 18 gráður á Reyðarfirði í dag. Ég veit reyndar ekki alveg hvert hitastigið er hérna en ég veit að ég er að kafna úr hita á bakinu þar sem sólin skín beint á bakið á mér. Og ég veit að það er leiðinlegt að keyra því ég gleymi sólgleraugunum alltaf í borginni þar sem ég þarf notabene ekkert á þeim að halda!

Það er reyndar einn kostur við þessa bæjarferð ég fæ að hitta Serafana (eins gott að þeir mæti) svo er að sjálfsögðu páskakaffi hjá ömmu eftir messu með páskakökum, heitu súkkulaði, grislingum og tilheyrandi látum. Mér hefur alltaf fundist þetta páskakaffi æðislegt svona í seinni tíð er gallinn hins vegar sá að eftir alla súkkulaðidrykkjuna og sætabrauðin þá hef ég ómögulega list á páskaeggjum seinna um daginn!

Ég hlakka samt til páskanna og það er eins gott að það gefi mér einhver páskaegg!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgeir Arason

Ég skal alveg borða páskaeggið þitt ef þú hefur ekki lyst á því!

Þorgeir Arason, 3.4.2007 kl. 14:55

2 Smámynd: Lutheran Dude

Ætlar þú að gefa mér páskaegg?!? Og hver segir að það sé ekki hægt að borða páskaegg eftir páska

Lutheran Dude, 4.4.2007 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband