Já ótrúlegt en satt þá blogga ég nú á laugardegi. Samt er ég ekki í Reykjavík (enda blogga ég eiginlega aldrei þegar ég er í Reykjavík) og ég er ekki heldur í vinnunni (þó ég hafi verið í vinnunni í morgun, en það er önnur saga).
Já ég er sem sagt stödd á Norðfirði, ég lagði í að keyra Oddskarðsgöngin í fyrsta skipti á ævinni (það er að segja þegar ég er bílstjórinn). Mér fannst ekkert sérstaktlega skemmtilegt að keyra í gegnum einbreið göng sem innihalda bæði blindhæð og beygju á sama tíma. En ég komst nú lifandi í gegn en þar beið mín að sjálfsögðu svarta þoka. En hvað gerir maður ekki til að hitta Friðrik forseta?!?
Gestgjafinn minn er að vísu ekki heima sem stendur, ég skutlaði honum á fótboltaæfingu áðan, eftir að við vorum búin að versla grillmat. Namminamm, hann lofaði mér allavega að hann væri góður grillari!
Athugasemdir
Ég get vottað að hann er góður grillari, hann grillaði fyrir mig um verslunarmannahelgina síðustu
oh hvað ég hlakka til að þú komir heim, þá kannski vill einhver koma með mér í sund!!
Þjóðarblómið, 23.4.2007 kl. 12:09
Svo sannarlega sem ég skal koma með þér í sund
Lutheran Dude, 23.4.2007 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.