Já starfsfólk Félagsþjónustunnar ákvað að bregða undir sig betri fætinum og halda upp að Hengifossi, þetta var mjög svo skemmtileg gönguferð þrátt fyrir að það væri farið að dimma þegar við komum niður rúmlega 10 í gærkvöldi. Að vísu voru ferðalangar með missterka fætur þar sem það fækkaði óðum í hópnum eftir því sem ofar dró. Við vorum þó þrjú sem fórum alveg fyrir ofan fossinn, það var mjög skemmtilegt að vita af honum fyrir neðan sig en ég þorði nú ekki að halla mér fram yfir brúnina til að sjá hann. Þegar við komum niður biðu okkar svo ástarpungar og kaffi. Það er skemmtileg tilbreyting að gera eitthvað annað en vinna saman og maður sér aðrar hliðar á einstaklingum sem maður hittir nánast á hverjum degi!
Ég ætla svo að halda áfram að vera dugleg að ganga í sumar, helst að fara að ganga í öllum fríum milli flokka í sumarbúðunum og einhver kvöld líka eftir vinnu hjá Félagsþjónustunni.
En vitiði bara hvað, ég á bara tvo og hálfan dag eftir af starfsþjálfuninni minni, bráðum fæ ég að vera alvöru...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.