end of an era...

eða eitthvað svoleiðis. Þetta er nefnilega síðasti dagurinn minn í starfsþjálfuninni, ég kem sem sagt til Reykjavíkur í kvöld. Og svo þegar ég kem hingað aftur í júní fæ ég að titla mig sem félagsráðgjafa og fæ borgað fyrir það Magnað!

Það var grillpartý í gær til að fagna því að ég væri að fara og fólk er greinilega þreytt eftir það því ég er ein mætt, starfsþjálfunarkennarinn ekki einu sinni á staðnum. En hann þurfti líka að grilla ofan í okkur og vaska upp og allt saman. Svaka stuð. Ég tók nokkrar myndir og það er allavega ein sem ég verð að deila með ykkur, geri það þegar ég er komin í bæinn.

Bestu setningar gærkvöldsins:

"Mér finnst gæsir svo ósexý fuglar"

"Ég er ennþá svo græn á bakvið eyrun"

 Þetta var sem sagt sérdeilis skemmtilegt þrátt fyrir að Tóta hafi ekki komist og Hildur hafi þurft að fara snemma, hún var nefnilega að láta manninn sinn baka fyrir saumaklúbb meðan við borðuðum svo fór hún bara þegar kellingarnar voru að mæta heim til hennar. Hún kann sko að velja þá! Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgeir Arason

Og bíddu, kannt þú ekki að velja þá eða hvað?

Þorgeir Arason, 27.4.2007 kl. 09:14

2 Smámynd: Lutheran Dude

Jú minn kall er nefnilega í sama flokki, bakar og eldar

Ég gleymdi reyndar að segja það að ég bakaði líka ostaköku í gær sem verður borðuð með kaffinu núna kl.10!

Lutheran Dude, 27.4.2007 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband