bloggiddíblogg

AM3_127654_mpjá Þorgeir var víst búinn að monta sig af nýju íbúðinni okkar. Hann var samt ekkert að hafa fyrir því að monta sig af konunni sem sér til þess að við getum flutt í nýju íbúðina. Það er alveg sama hvar ég stíg niður fæti á stúdentagörðunum þessa dagana alls staðar er hægt að detta um kassa. En kosturinn er allavega sá að nú eru allar hillur tómar og ég sé fram á að við getum farið að koma okkur héðan. Líklega flytjum við heim til mömmu og pabba á laugardag eða sunnudag, dótið okkar fylgir með og fær að búa í bílskúrnum! Þetta er gríðarleg stemming, pabbi ætlar að hringja á morgun og reyna að leigja lítinn sendibíl. Gott að eiga góða að, þetta er einmitt sami maður og ætlar að setja upp vask í þvottahúsinu á nýju íbúðinni og hjálpa okkur að mála hana. Hann að vísu veit ekki þetta með málninguna en ég er sannfærð um að það verði lítið mál svona miðað við að þegar ég hef ætlað að mála herbergin mín í gegnum tíðina þá klárar hann það alltaf án mín af því hann hefur ekki mátt vera að því að bíða eftir mér... skemmtilegur kall!

 PS Þar sem heimili mitt er fullt af kössum og drasli þá óska ég eftir boði á fallegt heimili til að horfa á Eurovision á morgun (helst innan höfuðborgarsvæðisins, takk samt Frikki)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Þorsteinsson

Ég hefði nú líka alveg getað boðið ykkur en ólíklegt að þið komið norður til Akureyrar vegna Eurovision. Annars vil ég bara óska þér til hamingju með íbúðina.

Jóhann Þorsteinsson, 9.5.2007 kl. 23:34

2 Smámynd: Lutheran Dude

Þakka þér fyrir Jói og varðandi Eurovision takk en nei takk

Lutheran Dude, 10.5.2007 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband