Já í dag er sorgardagur þar sem Eiríkur var að detta út úr Júróvisjón. Hvernig væri að halda bara sér vestur-evrópskt Júróvisjón, held að stemmingin yrði aðeins öðrvuísi þá.
Anywho því í dag er líka gleðidagur þar sem útskriftarblað félagsráðgjafanema var að koma úr prentun! Blaðið okkar er geðveikt flott og það á að dreifa því næstum alls staðar. Ég mæli því með því að fólk hafi augun opin og leiti að blaði með stóru flottu tré utan á. Á næstu blaðsíðu er svo mynd af Parma-hópnum og þar af leiðandi mér! Það er líka útdráttur úr BA-ritgerðinni minni þarna. En ef þið eruð svo blind að koma hvergi auga á þetta stórglæsilega blað þá er bara að droppa í heimsókn (ef einhver veit heimilisfangið mitt, ég veit það varla sjálf þessa dagana) og skoða blaðið, því það SVO kúl! montmont
ÞVÍ VIÐ ERUM AÐ, ÞOKKALEGA AÐ ÚTSKRIFAST!!!
PS. Ég fór á American Style og tók einn vænan kjúklingaborgara með mér heim. Mér finnst eitthvað pínu leim að fara einn út að borða en ég sé sko ekkert leim við það að fá sér góðan skyndibita yfir friends heima hjá sér! Afgreiðslustúlkan aftur á móti horfði á mig með einhverjum undarlegum vorkunnarsvip á andlitinu þegar ég var búin að panta og spurði: "Ertu bara ein?" Það eina sem vantaði var svona gott ææææ fyrir framan spurninguna. Ég hefði kannski átt að benda henni á að það er meira leim að vinna á American Style heldur en að útskrifast úr háskóla HAHA!
PPS Þorgeir átti góða setningu á Kapelluloftinu í dag!
Þorgeir (hneikslaður): "Kristján, ætlarðu EKKI að horfa á Júróvisjón með konunni þinni?!?"
Maðurinn var nýbúinn tilkynna mér að hann kæmi heim ca. um miðnætti!
Flokkur: Bloggar | 10.5.2007 | 22:33 (breytt kl. 22:50) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.