heimsókn

Ég hef yfirleitt alltaf gaman af heimsóknum (sérstaklega ef fólk vill spila). Núna á laugardagskvöldið fékk ég til dæmis stórskemmtilega heimsókn frá KSF ingum. Þetta var sko KSF partý í lagi við spiluðum Partý og co í Friends útgáfu. Það er nýjasta uppáhaldsspilið mitt núna.

sickEn svo eftir partýið fékk ég aðra heimsókn sem er ekki jafn skemmtileg. Lasarus kíkti nefnilega við... svo núna sit ég í nýju náttfötunum mínum (keypti þau úti, geðveikt flott og þægileg, H&M klikkar aldrei). Ég er búin að þvo og er að þvo aftur en geri annars voða lítið... Þorgeir er að þrífa Eggertsgötuna en ég verð að sinna þessum Lasarusi sem mér finnst sko alls ekki skemmtilegur, hann til dæmis bannar mér að borða eða fara út eða bara eiginlega allt. En ég ætla samt að svíkja hann og fara niður á Holtaveg í kvöld að hitta leiðtoga og í afmæli til tengdabróður (er það orð?) míns á eftir. Vonandi fer þessi Lasarus þá bara í fýlu og flýr heimili mitt!

 

Yfir og út


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæunn Valdís

góðan bata!

Sæunn Valdís, 28.5.2007 kl. 18:12

2 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

Láttu þér batna og takk fyrir kveðjuna

Matthias Freyr Matthiasson, 29.5.2007 kl. 10:45

3 identicon

Tengdabróðir??? Í minni er hann bara kallaður mágur :-)

Guðmundur Karl (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 17:53

4 Smámynd: Lutheran Dude

Takk fyrir ég er öll að koma til. Og Gummi, já það er rétt að mágur er rétt orð, hitt bara lýsir því betur því ég á þrjá mága, einn sem er giftur systur minni og tvo tengdabræður

Lutheran Dude, 29.5.2007 kl. 19:13

5 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

er ekki sá sem er giftur systur þinni svili þinn (ekki það enginn notar þetta orð !!) eða er það öfugt !!

Heiðdís Ragnarsdóttir, 29.5.2007 kl. 20:50

6 Smámynd: Lutheran Dude

Til að svara spurningu þinni Heiðdís þá skv. íslenskri orðabók er svili sá sem er kvæntur systur konu tiltekins manns!

Og ef svo ólíklega vill til að þú skiljir ekki þessa skilgreiningu þá er maður systur minnar svili mannsins míns og öfugt

Lutheran Dude, 29.5.2007 kl. 21:40

7 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

Ég var búin að komast að þessu, ég sem ætlaði að vera svo klár

Heiðdís Ragnarsdóttir, 30.5.2007 kl. 19:21

8 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Má kalla þig þá Lassa?

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 31.5.2007 kl. 14:46

9 Smámynd: Lutheran Dude

Nei ekki lengur, Lasarus flúði mig

Lutheran Dude, 31.5.2007 kl. 15:10

10 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Post-Lassi? Eins og póst-módern... eða... eða.. eða.. eða bara Hlín áfram :)

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 1.6.2007 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband