ertu þá faaaarin ertu þá farin frá mér

Já lesendur góðir nú hef ég yfirgefið borg óttans og mun ekki koma þangað fyrr en ég fæ íbúðina mína afhenta og hananú! Ég ætla reyndar að kíkja við helgina 15.-17. júní svona rétt til að útskrifast. Ég er nefnilega orðin svo stór og merkileg. Ég er meira að segja farin að nota titilinn félagsráðgjafi og finnst það geðveikt gaman!

Ég er sem sagt stödd úti í Eiða en nú er kirkjumiðstöðin svo merkileg að vera nettengd takk fyrir. Ég og Þorgeir keyrðum hingað á sunnudaginn burt úr rigningunni í Reykjavík. Ég var reyndar ekkert í Reykjavík síðustu helgi heldur var henni eytt í faðmi fjölskyldunnar á ættaróðalinu okkar í Djúpafirði. Fyrir þá sem heyrðu fréttirnar á sunnudag þá var ég búin að horfa á tjaldvagninn alla helgina þar sem fólkið fannst meðvitundarlaust. Ég, mamma og pabbi mættum sem sagt tveimur sjúkrabílum og einum löggubíl á leiðinni en systir mín sat með manninum sínum og tveimur grislingum þeirra í heitapottinum og fylgdust með fólki ryðjast inn í vagninn áður en sjúkrabílarnir og löggubíllinn komu og síðast en ekki síst þyrlunni sem mætti á svæðið.

 

sj%C3%BAkrab%C3%ADll

Það er samt eitt sem ég fór að hugsa eftir þetta atvik en þau sem komu fyrst að voru viss um að það þyrfti þyrlu á staðinn en það mega bara læknar panta þyrluna. Næsti sjúkrabíll á svæðinu er í Búðardal og það getur verið klukkutímaakstur þaðan. Ég veit ekki hvað þyrlan er lengi á leiðinni en mér finnst allavega stór spurning hvort ekki sé hægt að víkka reglurnar með þyrluna aðeins því klukkutími getur verið ansi langur tími þegar líf einstaklinga er í hættu. En vonandi fór allt vel.

PS Vonandi fer kalda vatnið að komast á aftur á Egilsstöðum því annars verða allir illa lyktandi í vinnunni minn á morgun, nema ég að sjálfsögðu... gott að búa í sveitinni!

h1sciQskunkSmell


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæunn Valdís

afhverju segiru ekki bara when in rome og leyfir líkamslyktinni að njóta sín ? djók :D

Sæunn Valdís, 6.6.2007 kl. 00:38

2 Smámynd: Lutheran Dude

Þess ber að geta að vatnið komst á í gærkveldi svo ég held að flestir hafi komist í sturtu, sem er eins gott því það er alveg nógu ólíft hérna í hitanum

Lutheran Dude, 6.6.2007 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband