Þetta er rosalegt, ég er orðin alltofmikill héraðsbúi. Ég er farin að verja og upphefja austurlandið við hvert tækifæri en helst reyni ég að gera grín að austfirðingum á sama tíma. Ég verð að fara að passa mig... ég er borgarbarn í húð og hár og á að vera stolt af því. Ég er reyndar miklu frekar stolt af því að vera úthverfabarn en borgarbarn en það er aukaatriði...
Annars ætlaði ég að monta mig því ég er að verða geðveikt stór. Ég er náttúrulega búin að kaupa mér íbúð og svo er alveg að koma að mjög merkum áfanga. Á laugardaginn kl.14:00 mun ég sitja í laugardalshöll í nokkra klukkutíma... en fæ líka að fara upp á svið og taka í spaðann á rektor! Ég er að fara að útskrifast. Takk fyrir takk takk ég er sko geðveikt stór!
Eftir athöfnina verður svo fjölskylduveisla hjá mömmu og pabba og um kvöldið vinaveisla með hinum stóru vinunum mínum... hver veit nema einhverjum ykkar verði boðið ef þið verðið góð
Athugasemdir
Dadaradara dadaradara dadaradara da dom dom dom dom Congratulations and selibrations, when I tell everyone that you are útskrifasting
Heiðdís Ragnarsdóttir, 14.6.2007 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.