fullorðinsleikur

Ég veit að ég er lélegur bloggari en mér finnst það eðlilegt þegar maður vinnur í sumarbúðum. Ef að þið viljið vita hvað gerist í lífi mínu getið þið kíkt á http://kma.blog.is segir allt sem segja þarf, sorglegt en satt!

En að yfirskriftinni, ég er nefnilega farin að fá fullt af stigum í fullorðinsleiknum.

Ég er nefnilega:

  • Útskrifuð úr Háskóla
  • Gift
  • Búin að kaupa íbúð
  • Komin með flott starfsheiti
  • Og síðast en ekki síst orðin 25 ára! (Þeir sem gleymdu að óska mér til hamingju í fyrradag gjöri svo vel og skammist sín og óski mér til hamingju núna! Þið hin takk fyrir kveðjuna Wizard)

Það eina sem mig vantar til að fá fullt hús í fullorðinsleiknum er held ég:

  • Barn
  • Föst vinna 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með afmælið í fyrradag

Þú skorar allavega vega fleiri stig heldur en ég í fullorðinsleiknum. Að vísu eru ekki nema nokkrir daga þangað til 25 árin skella á, en annað verður að bíða betri tíma

Guðmundur Karl Einarsson (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 23:55

2 identicon

Nú, ég óska þér til hamingju með afmælið - svona aðeins of seint að hætti íslendinga.

Þess má til gamans geta að ég var í brúðkaupinu hans Svenna á afmælisdaginn þinn.

Sakki (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 07:25

3 Smámynd: Lutheran Dude

Svenni hefur sem sagt ákveðið að ná sér ekki í kúl töluna 070707, gott hjá honum. Til hamingju sjálfur Sakki og skilaðu hamingjuóskum til Svenna líka

Lutheran Dude, 9.7.2007 kl. 11:09

4 Smámynd: Jóhann Þorsteinsson

Til hamingju með ammælið en mundu að glata ekki barninu innra með þér. Mér finnst náttlega fyndið að þú sért orðin fullorðin en það er líklega vegna þess að ég held alltaf sjálfur að ég sé bara 19. Hehe. Bestu kveðjur í sumarbúðirnar

Jóhann Þorsteinsson, 9.7.2007 kl. 15:22

5 Smámynd: Þjóðarblómið

Sakki er eitthvað að rugla, Sveinn Einar gifti sig 07.07.07, hann hlýtur að vera að misminna á daginn þinn  

Þjóðarblómið, 9.7.2007 kl. 22:44

6 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

Ég er ekki komin með mörg stig í fullorðins leiknum , er ekki einu sinni orðin 25 ára  á ennþá hálft ár í það. Ég er þó útskrifuð úr háskóla en ég er ekki með flott starfsheiti ... *sniff*

En ég mundi eftir afmælisdeginum þínum

Heiðdís Ragnarsdóttir, 10.7.2007 kl. 09:14

7 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég er eitthvað líka að tapa í þessum fullorðinsleik. Ég á ekki íbúð, er ekki gift, á ekki barn (þótt maginn líti stundum út fyrir að vera með eitt á leiðinni) og já... hmm.. ég er komin með starfstitil en myndi nu ekki segja að hann væri flottur. En ég er samt kennari :)

Þjóðarblómið, 10.7.2007 kl. 11:15

8 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

Til hammara með ammara......:)

Matthias Freyr Matthiasson, 10.7.2007 kl. 12:25

9 identicon

Til lukku með afmælið.!!!!!

er alveg blóðrauð af skömm

Hafdís Gerður (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband