Átta staðreyndir um sjálfa mig:
- Ég er í fjarbúð í augnablikinu og mér finnst það ekki gaman. Við höfum ákveðið að gera þetta ekki aftur.
- Ég bý á Austurlandi í augnablikinu og það er gaman, fyrir utan fjarbúðina og alltof stóra húsið sem ég bý í. Ég gæti boðið 50 manns í gistingu og færi létt með það! En Fljótsdalshérað, hvergi annars staðar.
- Ég átti brúðkaupsafmæli fyrir nokkrum dögum og það var gaman - pappírsbrúðkaup. Síðasta sneiðin af brúðartertunni var kláruð í gær - ekki af mér.
- Í september get ég formlega gallað mig Grafhylting því þá fáum við lyklana að íbúðinni okkar. Rétt upp hönd sem vill hjálpa til við að mála eða flytja!
- Ég var næstum því búin að sækja um 50% vinnu sem félagsráðgjafi við Öskjuhlíðarskóla, en ákvað að ég vildi frekar drullast til að klára skólann á einu ári.
- Ég er að fara í djáknanám í haust og það mun koma mér mjög á óvart ef mér tekst ekki að draga meðalaldurinn talsvert niður með því að vera langyngsti nemandinn.
- Ég er ekki ennþá viss hvert ég ætla að fara á morgun, ég bara veit að ég ætla að hitta manninn minn einhvers staðar!
- Ég er ein veik heima og mér finnst það ekki gaman.
- Mér fannst þetta ekki jafn erfitt og Heiðdísi
- Ég er komin með of margar staðreyndir!
Ég klukka: Þorgeir, Jón Ómar (verður að fara að blogga) og Davíð Örn
Og til gamans:
Flokkur: Bloggar | 2.8.2007 | 10:37 (breytt kl. 10:44) | Facebook
Athugasemdir
Sæl Hlín :) Til hamingju með Pappírsbrúðkaupið ykkar...merkilegur áfangi það! ;)
kv. Bergdís
Bergdís Mjöll Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.