Veturinn færist yfir

og þá fer að færast líf yfir bloggheimana. Ég er búin að reyna nokkrum sinnum að blogga á blogdrive núna undanfarið en það er eitthvað að klikka. Tölvunördinn ég áttar sig ekki á því hvað það er svo að ákveðið var að skipta um bloggstað. Hér er meira að segja pláss fyrir myndir, hvílík hamingja. Af því tilefni hef ég sett inn nokkrar myndir frá brúðkaupi og brúðkaupsferðinni okkar í Búlgaríu. Þetta er ósköp fátæklegt safn en þeir sem vilja skoða úrvalið betur verða bara að bjóða sér í heimsókn til okkar. Þá getum við líka spilað, ég elska að spila. Það kom ágætishópur í spil á sunnudaginn til að borða ísinn sem við höfðum ekki tíma til að borða á laugardaginn. Á laugardaginn var sem sagt ákveðið að bjóða í grill, sem var alveg magnað. Ég að vísu skil ekki hvernig er hægt að klúðra því að grilla, kjúllinn var á grillinu í klukkutíma en var samt rauður inn við beinið, en það gengur bara betur næst! Það gátu líka allir borðað sig sadda af kartöflum og grænmeti nema aumingja Þráinn, en hann er líka sísvangur maðurinn! 

Jæja svo er bara að sjá hvort þetta virkar og fara að horfa á RockStar Supernova! Áfam Magni! Ég hvatti hann í anda í nótt þar sem ég var sofandi þegar kosningin var en ég er viss um að hann elskar mig samt Glottandi


nygift.jpg

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband