Það er allt að gerast hérna megin, allt að gerast. Eða kannski öllu heldur ekki neitt, allavega ekki í vinnunnni sem sést best á því að ég er að blogga!
En það er ýmislegt annað að gerast.... ég er hætt í fjarbúð. Þorgeirinn minn er loksins kominn til mín
Við skruppum einmitt norður á Akureyri um helgina, vorum hjá frænda Þorgeirs, sambýliskonu hans og fjórum hressum stelpum - alltaf fjör á þeim bænum. Við afrekuðum líka að kíkja í afmæli til lítils frænda míns sem er orðinn ótrúlega stór, þriggja ára! Hann er stórskemmtilegur talar ósköp lítið við mann sökum feimni en mér skilst að hann tali um mig svo það er ágætt!
Afi og amma voru líka mætt á svæðið og systir mín með skottu og skotta. Þau eru einmitt líka orðin stór - skotta komin í sjö ára bekk og skotti komin á stórustóru deildina á leikskólanum... þetta var rætt um helgina enda mikil spenna í loftinu!
Við afrekuðum það líka að heimsækja Boggu fyrrum bekkjarsystur mína og hennar unnusta og litla Sigurjón Elmar. Hann er sko bara sætur og spjallaði heilmikið við mig og var alveg sáttur í fanginu mínu.
Jæja ég ætla að fara að leita mér að verkefnum, ótrúlegt hvað þau geta falið sig
Athugasemdir
hmmm ansi mikið af börnum í kringum þig! ;)
en til hamingju með að hafa bloggað!
Dagný Guðmundsdóttir, 27.8.2007 kl. 22:12
Ég hugsa að það sé styttra á milli blogga hjá mér en þér Dagný mín!
Lutheran Dude, 28.8.2007 kl. 09:05
Já sko mér finnst hálf einkennilegt að tala svona mikið um afrekin fyrst þið afrekuðuð ekki að kíkja í heimsókn til mín. Ég sem hélt að ég væri uppáhalds.... En ég treysti bara á að sjá ykkur næst.
Jóhann Þorsteinsson, 28.8.2007 kl. 22:36
Jú Jói minn, þú ert líka uppáhalds, við verðum bara að vera viku næst til að afreka allar heimsóknirnar Við sáum samt í rassinn á þér á Akureyrarvöku... en þú bara tókst ekki eftir okkur!
Lutheran Dude, 29.8.2007 kl. 08:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.