Núna er sko allt að gerast

og ég segi það satt!

við erum komin suður í borg óttans! Við keyrðum í gær og lentum í gærkvöldi, það er ekki hægt að segja að veðrið hafi tekið vel á móti okkur - ekki neins staðar á landinu. Það var grenjandi rigning um allt suður- og austurland í gær! En það gerði það kannski að verkum að við vorum fljótari yfir, Þorgeir nennti ekki að skoða kirkjur og ég nennti ekki að taka myndir!

Þegar við komum svo suður brunuðum við beint upp í Árbæ og fengum lykla að nýju íbúðinni okkar frá seljendunum. En þessir seljendur eiga einmitt ófeimnasta barn sem ég hef nokkurn tíma hitt. Við hittum hana síðast þegar við skoðuðum íbúðina í vor og þá tilkynnti hún okkur að hún væri alveg hætt að pissa á sig. Núna sýndi hún okkur skóna sína, bæði gömlu og nýju, bauð mér að smakka sleikjóinn sinn, sýndi mér allt dótið sitt og hleypti okkur ekki út fyrr en ég var búin að pússla bangsimon pússlið með henni og svo þurfti hún að sjálfsögðu að kyssa okkur og knúsa bless. Þegar hún uppgötvaði af hverju við vorum í heimsókn var hún aftur á móti ekki alveg jafn ánægð með okkur held ég, það var ekkert gaman að vera minnt á það að eitthvað nýtt fólk ætti að flytja í gömlu íbúðina hennar!

Við fórum svo að sjálfsögðu beint í íbúðina okkar nýju að skoða og hún er alveg jafn flott og okkur minnti. VÁ hvað ég hlakka til að koma okkar dóti fyrir í henni. En fyrst þarf nú að mála og við setjum stefnuna á Húsasmiðjuna í dag til að kaupa okkur málningu... við erum nokkurn veginn búin að velja liti!

Og svo er að sjálfsögðu fyrsti vetrarfundur KSF í kvöld, sem er bara brill, æskulýðsstarfið allt að fara af stað og svo skólinn en ég er einmitt að byrja í guðfræðideild! Svo þarf ég að sjálfsögðu að finna mér vinnu, stefnan sett á það eftir helgina... spennóspennó meira um það seinna.

En rétt upp hönd sem vill hjálpa til við að mála eða flytja, alltaf partý í Þórðarsveignum!

e260823_2A

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hello neighbour! velkomin ;)

Elfa (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 16:10

2 identicon

saknaru vettlinga, bjallaðu á mig

Hafdís ofurfélagsráðgjafi (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband