einkennilegt með þetta blog, því sjaldnar sem maður bloggar því minna hefur maður að segja.
Ég er sem sagt aðallega að blogga til að blogga, leiðinlegt að vera alltaf með sömu færsluna þarna.
En ég er orðin guðfræðinörd, ég er sem sagt byrjuð í djáknanáminu en ég lækkaði ekki meðalaldurinn jafn mikið og ég hélt að ég myndi gera. Með mér í náminu er sem sagt ein 31 árs stelpa sem var (eða er) að klára BA í sálfræði. Stórskemmtilegt alveg hreint nema hvað ég fæ það alltof oft á tilfinninguna að það sé alið á fordómum gagnvart félagsráðgjöfum í þessari sálfræði... en það eru aukaatriði, flestir sem hafa lokið einhverju sálfræðinámi eru bara mjög fínir!
Svo er vetrarstarfið byrjað í Grafarholtssókn, svaka stuð. Ég er reyndar bara í KFUK en það komu 30 stelpur til mín síðast sem var bara mjög gott. Ég vona að ég fái álíka margar í dag en helst ekki mikið fleiri, það er erfitt að ráða við of margar stelpur. Ég er samt með snilldarleiðtoga með mér, takk Dagný! Ég ætlaði líka að vera með í litlum lærisveinum sem er starf í Sæmundarskóla fyrir 6 ára krakka. Mér fannst það rosalega spennandi en þá var ég akkúrat sett í tíma þegar við ætluðum að hafa starfið... en Þorgeir er líka með brilljant leiðtoga með sér og litúrgían er bara nokk skemmtileg svo þetta sleppur allt saman!
Að lokum er svo íbúðin okkar að smella, öll húsgögn komin upp og flestar bækur. Þá á bara eftir að festa upp myndir, flottar gardínur í stofuna og raða upp skrauti í hillurnar. Það er samt voða lítið skraut á leiðinni upp í hillu held ég, því það er ekkert pláss fyrir það eftir að Þorgeir hefur komið öllum sínum bókum fyrir. Hann á alltof mikið af bókum þessi maður og ekki nóg með það heldur bíða hans fjórir kassar af guðfræðibókum hjá afa og ömmu. Sr. Sigurður Haukur heitinn ákvað að gefa honum allar sínar bækur, mjög gaman fyrir Þorgeir, ekki jafn gaman fyrir mig... nema ef eitthvað af þessum bókum mætti vera í geymslunni... ég þarf bara að beita sannfæringarkrafti mínum
Athugasemdir
Styð þig fullkomlega í bókamálinu Tók nú ekkert sérstaklega eftir fordómum í garð félagsráðgjafa í sálfræðinni. En hitt er annað mál að við sem erum í sálfræðinni teljum okkur vera í mest krefjandi náminu í félagsfræðideildinni og þar af leiðandi í bestan náminu
Heiðdís Ragnarsdóttir, 20.9.2007 kl. 13:08
Fordómarnir liggja kannski fyrst og fremst í því sem við lærum um Freud! En mest krefjandi námið tjah... það féllu margar af okkur á almennunni en mér fannst hún ekkert verri en margt annað
Lutheran Dude, 20.9.2007 kl. 14:41
Mér finnst mjög ,,sorglegt" að þú sért orðin guðfræðinörd. En kannski ertu bara nógu skrítin til að falla í hópinn! En ég styð þig í að beita sannfæringarkraftinum...finnst reyndar bækur frábærar...en konan ræður alltaf!
Anna Guðný (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 22:52
hehe, já. Það vita allir sem hafa farið í gegnum sálfræði í háskóla íslands að freud var fífl. Kom með nokkra góða punkta...en mest af því sem hann sagði var bull
Heiðdís Ragnarsdóttir, 21.9.2007 kl. 14:01
Það er ekki til neitt sem heitir að vera guðfræðinörd - þetta tvennt eru andstæður sem ekki er hægt að para saman í orð, guðfræðinörd er því rökleysa í eðli sínu.
Hins vegar þá styð ég Þorgeir fullkomnlega í stóra bókamálinu!
Þráinn (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 12:19
Alltaf þarft þú að vera á móti Þráinn
Lutheran Dude, 25.9.2007 kl. 11:43
hmm ... ég held að málið sé bara að fá sér fleiri bókahillur... bækur eru kúl.
en annars þakka ég fyrir mig :) hehe þetta er líka bara snilldar starf sem við erum með ;) hehe
Dagný Guðmundsdóttir, 27.9.2007 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.