Langt síðan síðast... já ég er lélegur bloggari skal viðurkenna það. En það hefur ýmislegt gerst síðan síðast skal ég segja ykkur. Við fengum til dæmis minni borð inn í stofuna okkar í Læknagarði svo nú komumst við öll 40 ágætlega fyrir en jú áfram mega sáttir þröngt sitja.
Svo í gær var skemmtilegur dagur, við vorum með fyrsta fundinn í yngri deild KFUM og KFUK í Grafarholtinu... hann gekk of vel. Það er að segja við gerðum ráð fyrir að fá 20 börn en fengum 45! En hugleiðingin gekk vel svo þetta er fínt.
Eftir fundinn fengum við svo tvær heimsóknir, eina vænta og aðra óvænta. Óvænta heimsóknin var fyrst en þá læddist köttur inn þegar Þorgeir var að lofta út. Þorgeir var ekki sérstaklega sáttur en ég sendi köttinn nú fljótt út aftur. Ég held að Þorgeir geti sjálfum sér um kennt að vera alltaf að lofta út... mér finnst alveg nóg að opna glugga.
Vænta heimsóknin voru svo tengda-afi og amma. Þau eru stórskemmtileg, komu færandi hendi eins og vanalega. Við ætluðum að vera rosalega góð og buðum upp á kaffi og meðlæti, meðlætið var rosa flott keypt í Bónus. Þau gerðu betur og komu með heimagerðar kjötbollur (bara til að gefa okkur sko ekki með kaffinu), kleinur og brauðgerðarvél. Nú verðum við að hætta að sníkja brauð af tengdó og byrja að baka sjálf. Þetta var skemmtilega heimsókn en mér finnst samt merkilegt að fólk sem á þriggja ára barnabarn fari að rukka um barnabarnabarn.
Yfir og út!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.