Já, nú á ég víst að heita virðulegur djáknnemi, já eða allavega djáknanemi. Af því tilefni fór ég í viðtal um daginn á Biskupsstofu við svokallað starfsþjálfunarteymi. Þetta teymi samanstóð af tveimur einstaklingum einum djákna og einum félagsráðgjafa og átti að fjalla um persónu mína og hæfni til að sinna djáknastörfum í framtíðinni. Það sem var skemmtilegast við þetta viðtal var samt hvernig það fór fram. Ég og djákninn töluðum saman um mig, styrkleika mína, veikleika, áföll, starfsreynslu, menntun, fjölskyldusögu og framtíðarplön meðan félagsráðgjafinn sat næstum úti í horni og fylgdist með. Hún kom svo inn og fór að ræða við djáknann um mig í þriðju persónu. Það var frekar spes að sitja þarna og hlusta á konur tala saman um mig: "Hún Hlín er áhugasöm og mér heyrist hún vera öflug og geta sýnt frumkvæði í starfi.." Mér fannst þetta allt í lagi, meira að segja kannski þæglegra að fá gullhamrana svona framhjá sér. Ég hefði samt ekki viljað sitja þarna og hlusta á hana tala um veikleikana mína að ég væri viðkvæm og óörugg, ég tala nú ekki um ef að þeim sýndist ég vera óhæfur djákni.... sem betur fer var það nú ekki og ég held að það sé engin svoleiðis með mér í náminu.
Við töluðum líka um starfsþjálfunina mína og ég býð bara spennt eftir að mega byrja hana og vonandi gengur allt upp þar. Því miður hefur ekki allt gengið upp hingað til þar sem ég átti að vera á námskeiði í gær en mátti ekki mæta sökum of mikillar þátttöku. Jákvætt vandamál fyrir kirkjuna að of margir hafi áhuga á að starfa innan hennar. Neikvætt fyrir mig að þurfa að fresta námskeiðinu um ár, því þá verð ég jú búin í skólanum og veit ekkert hvar ég verð stödd í lífinu... vonandi verður mér ekki hent út af því námskeiði líka!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.