Harry Potter og dauðadjásnin!

eða Harry Potter and the Deathly Hallows eins og hún útleggst á engilsaxnesku liggur á náttborðinu mínu. Sólveig á þessa stórskemmtilegu bók en lánaði mér hana og lauk ég henni á laugardaginn síðasta. Ég veit að einhverjir eru hneikslaðir á hversu lengi ég var að klára hana þar sem ég fékk hana lánaða þann 15. september síðastliðinnn. Ég lét hins vegar skólabækurnar ganga fyrir þennan tíma (allavega einhverjar þeirra) og lét mér nægja að lesa eins og einn eða tvo kafla fyrir svefninn... það er að segja þangað til kom að endinum þá er ekkert hægt að stoppa.

Annars þori ég lítið að segja um bókina annað en það að hún er mjög góð og hún endar eins og ég vildi að hún endaði. Ég elska endinn meira að segja svo mikið að ég er búin að lesa síðasta kaflann tvisvar og hver veit nema ég lesi hann einu sinn enn núna fyrir sveninn... hann er BARA æði!

Það verður samt að viðurkennast að það er með vissum söknuði sem ég lagði bókina frá mér... söknuður yfir því að Harry sé búinn, er samt ekki viss um að ég nenni að byrja á fyrstu bókinni strax aftur í bráð!

PS Ef einhver stelpa er laus á fimmtudögum milli 17 og 18:30 má sú hin sama hafa samband við mig. Kennararnir hennar Dagnýjar breyttu stundatöflunni hennar aftur Angry, nei kannski ekki alveg svona ýkt meira bara svona Undecided... ég og stelpurnar í KFUK eigum eftir að sakna hennar mikið og óskum hér með eftir einhverri til að reyna að fylla í skarðið... það er frekar stórt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

Ég er svo sammála þér með endann. Mörgum fannst hann eitthvað lélegur eða ófullnægjandi og eitthvað væl. Ég er bara nokkuð sátt við hann. Það á samt að koma út bók þar sem fjallað er meira um líf og störf þeirra sem lifðu af og eitthvað. Hlakka til að lesa það.

Heiðdís Ragnarsdóttir, 10.10.2007 kl. 13:54

2 Smámynd: Lutheran Dude

Já það verður gaman að skoða það...

Lutheran Dude, 10.10.2007 kl. 23:47

3 identicon

 Mér finnst ekkert skrítið að þú skulir hafa verið tæpan mánuð með bókina, ég er ennþá bara á bók nr.2

Elín (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 20:46

4 Smámynd: Guðrún

Vá þetta var YNDISLEGUR endi.... ég ELSKA þennan endi, besti endir í geimi.

Guðrún , 13.10.2007 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband