Ný Biblíuþýðing!

Ég er ein af þeim útvöldu sem á nýju Biblíuþýðinguna. OK kannski ekki ein af útvöldi en ég held samt að ég hafi verið með þeim fyrstu til að fá hana. Ég hafði hugsað að það væri gaman að bíða fyrir utan Kirkjuhúsið til að vera fyrst til að kaupa hana en svo nennti ég því ekki, það var líka hvergi auglýst hvenær hún kæmi í verslanir nákvæmlega. En forsetinn fékk sína allavega afhenta kl.11 á föstudaginn og mín var keypt kl. ca. 13 sama dag. Það var minn elskulegi eiginmaður sem var svo góður að festa kaup á nýju þýðingunni handa mér.

Ég er mjög ánægð með þessa nýju Biblíu mína. Verð reyndar að viðurkenna að ég hef ekki lesið hana mikið en hún lítur vel út. Hins vegar var ég ekki nógu ánægð með fréttaflutninginn um nýju þýðinguna í gær. Það er jú fréttnæmt að einhverjir hafi hætt í þýðingarnefndinni og séu ósáttir við þýðinguna en það hefði alveg mátt heyra í einhverjum öðrum úr þýðingarnefndinni varðandi það. Ég hef til dæmis heyrt að hluti af deilunni hafi verið að einhver þýðandi vildi hafa textann eins og hann taldi vera réttast úr frummálinu en nefndin taldi íslenskuna ekki nægilega góða. Það er erfitt að gera öllum til hæfi. Hins vegar er ekki fréttnæmt að Gunnar í Krossinum sé á móti þýðingunni. Hann hefur verið á móti henni frá því áður en vinnan við þýðinguna hófst!

Svo er það líka staðreynd að síðasta þýðing á allri Biblíunni sem kom út 1908 olli líka deilum. Svona verkefni getur ekki átt sér stað án þess að um það sé deilt. En ég tel þetta stórt skref í íslenskri kirkjusögu og mjög mikilvægt!

Nú hlakka ég bara til að byrja að lesa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þjóðarblómið

Mig langar í nýju Biblíuna!! Mamma mín bað mig samt vinsamlegast um að kaupa hana ekki því hún  veit ekkert hvað hún á að gefa mér í afmælis- og jólagjafir! Kannski fæ ég bara Biblíu. Ég fékk "biblíu" allra íslenskukennara í fyrra - stafsetningarorðabókina. Ég er bara öll í biblíunum.

Þjóðarblómið, 23.10.2007 kl. 15:47

2 Smámynd: Dagný Guðmundsdóttir

Ég gluggaði aðeins í hana á laugardaginn í eymundsson og leist bara ágætlega vel á en hinsvegar er ekki fræðilegur möguleiki á jörð að ég muni nokkurn tíma kaupa mér Biblíu fyrir 5.990kr! Það er bara of mikill peningur!

Study biblían mín kostaði mig 3000 og það var dýrt!

Dagný Guðmundsdóttir, 23.10.2007 kl. 19:39

3 Smámynd: Lutheran Dude

Það eiga að koma fleiri útgáfur sem verða þá ódýrari. En það er kannski eðlilegt að þær séu dýrari fyrst...

Lutheran Dude, 24.10.2007 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband