"Praypride"

Jæja er ekki kominn tími á smá bloggfærslu hjá mér. Ég skipti um skoðun reglulega, hvort ég eigi að hætta að blogga eða ekki. Kannski fer ég að nenna því oftar þegar ég eignast almennilega tölvu, hver veit...

En að málefnum dagsins. Síðustu helgi eyddi ég með unglingum. Fyrst var miðnæturíþróttamót KFUM og KFUK í Vatnaskógi frá föstudegi til laugardags. Það var að sjálfsögðu alveg stórskemmtilegt og alveg yndislegir unglingar sem þangað komu. Skemmtu sér vel en voru líka stillt og prúð. Á sunnudaginn hitti ég svo hann Sindra Karl vin minn og við skelltum okkur saman í sund, lágum í heita pottinum, fórum í rennibrautina og nutum þess að vera úti. Við meira að segja hjóluðum í laugina, svo sem ekki erfitt enda alltaf erfiðast fyrir mig að hjóla aftur heim!

Sökum þess að ég var í Vatnaskógi um unglingunum missti ég af þessari stórmerkilegu bænagöngu sem fram fór á laugardaginn. Ég mætti þó á tónleikana um kvöldið og skemmti mér vel, þeir sem komu fram stóðu sig vel og það var mjög gaman að þessu öllu saman. Sérstaklega var ég hrifin af Icestep hópnum úr Árbæjarkirkju. Það þyrfti bara að gera meira úr þessu IceStep hérna heima og helst virkja unglinga úr sem flestum sóknum, ég ætla þó ekki að taka þátt í því enda finnast fáir lélegri dansarar en ég! Mér skilst að bænagangan hafi einnig farið vel fram þrátt fyrir að engir fjölmiðlar hafi mætt á staðinn. Mér finnst það alveg merkilegt, ef 10 manns mótmæla eru fjöðmiðlarnir manna spenntastir en ef 1.000 manns safnast saman í einingu þá lætur enginn sjá sig. Ég reyndar veit ekki alveg hversu margir mættu í gönguna þar sem ég hef einungis heyrt ágiskanir og var ekki sjálf á staðnum eins og áður hefur komið fram. Ég sá að það hafa verið heitar umræður um þessa bænagöngu á hinum ýmsu bloggsíðum en ég hef ekkert skipt mér af þeim og lítið lesið. Heitið á bloggfærslunni er engu að síður komið frá einhverri bloggsíðu sem kallaði gönguna praypride á móti gaypride. Mér finnst það bara flott nafn! 

Það sem mér finnst best við þessa göngu er einingin. Fólk í mismunandi kirkjudeildum hefur alltof oft verið að rífast og tuða yfir hinu og þessu, nýrri Biblíuþýðingu, málefnum samkynhneigðra og svo framvegis. Þarna höfðum við aftur á móti vit á því að koma saman í einingu og biðja gegn andlegu myrkri á Íslandi.

Ég sá einhvers staðar að Baldur sem átti hugmyndina að göngunni hafi sagt á Omega að samkynhneigð væri sori og mér skilst að fólk sé að missa sig yfir því.  Mig langar í því samhengi bara að minna á að Þjóðkirkjan stóð nýverið saman um að vilja auka réttindi samkynhneigðra og skoðun þessa eina manns á ekki að koma óorði á bænagönguna, það var ekki verið að biðja gegn samkynhneigð. Ég veit líka að Baldur er dæmdur morðingi en hann vildi einmitt biðja gegn því andlega myrkri sem fær einstaklinga til að fremja slíka voðaverk. Sem betur fer hefur hann snúið frá villu síns vegar og vonandi verður hans vitnisburður til að fleiri geri slíkt hið sama.

 Vá, ég held að þetta sé ein sú lengsta bloggfærsla sem ég hef skrifað... gaman að því.

 

Ein góð að lokum

add_toon_info

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagný Guðmundsdóttir

Já merkilegt nokk!

Ég held að það séu allir að gefast upp á þessari blessuðu bloggmenningu ... eða ég er allavega nánst búin að gefast upp en finnst samt alltaf gaman að lesa blogg hjá öðrum ;)

En annars voru um 3000 manns í bænagöngunni ... og ég var þar hehe þannig að ég sá allan mannfjöldann :)

En er það ekki bara með þessa blessuðu fjölmiðla að þeir hafa bara áhuga á "neikvæðum" hlutum? ...... Neikvætt í þeim skilningi að það er eitthvað "krassandi" þarna á bakvið ... veit ekki svosem hvað ætti að vera "krassandi" við það að nokkur þúsund manns fari í bænagöngu ... en mér fannst þetta samt frábært framtak og er bara stolt! :)

Dagný Guðmundsdóttir, 15.11.2007 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband