Já, lífið hérna heima hjá mér er ansi skemmtilegt. Blóþrýstingurinn minn var 102 yfir 56 í morgun en mig grunar að hann sé aðeins hærri hérna fyrir utan. Rétt áðan var grátandi barn hérna einhvers staðar í kring að öskra "ÉG VIL KOMAST INN! HLEYPTU MÉR INN!" ég var mikið að spá í að fara út, finna drenginn og hleypa honum inn til mín, þetta var svo erfitt hjá honum. Núna er fólk í bíl beint fyrir utan gluggan að "tala" saman, strákurinn sagði eitthvað sem ég heyrði ekki alveg en stelpan öskraði grátandi "af hverju þarftu alltaf að vera að drulla yfir mig?!?" ég held reyndar að þau hafi áttað sig á því að ég heyrði í þeim þegar ég leit út um gluggan því ég er hætt að heyra í þeim, nema smá snökt í stelpunni af og til!
Já þetta jarðlíf er undarlegt fyllerí!

Athugasemdir
jeij ég fann loksins bloggið þitt aftur...blogdrive er svo mikið rusl...held ég þurfi að færa mig...
En já fylleríslíf er mjög fyndið....og sorglegt!
Dagný Guðmundsdóttir, 27.9.2006 kl. 23:54
Eh ég meinti það nú ekki þannig að fólkið hefði verið á fylleríi... þetta er bara ljóðlína
Lutheran Dude, 28.9.2006 kl. 11:57
Glæsilegt blog hjá þér Hlín :) Til hamingju með að vera komin á blog.is
Davíð Örn (IP-tala skráð) 29.9.2006 kl. 12:50
Takk fyrir Davíð
Lutheran Dude, 29.9.2006 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.