Mig langar í feitan strák, hann lítur svona út:
Þessi svarti, ég fann enga mynd af honum einum og sér... lélegt en það er hægt að sjá hann betur hér.
Ég og Þorgeir erum búin að ætla okkur að festa kaup á einum slíkum. Það gengur bara ekkert sérstaklega vel. Fyrst var bara engin Fatboy verslun hérna, hún var lokuð vegna breytinga. Síðan tók við löng bið og nokkur símtöl þar til staðfest var að ný verslun myndi opna 30. nóv. Sú verslun opnaði hins vegar aldrei en aftur á móti hóf verslunin Egg að selja svona feita stráka fyrir stuttu síðan. Nú við Þorgeir þangað. Þar sáum við ýmislegt heillandi en ekki okkar eina sanna feita strák, þá tók við löng leit að afgreiðslufólki. Sumt var nú bara dónalegt og sagðist vinna í annarri deild og skipaði okkur að fara til baka en gat ekki bent okkur á neinn annan starfsmann. Við fundum þó að lokum starfsmann sem vissi ekki neitt en hjálpaði okkur að finna annan starfsmann. Að lokum fannst starfsmaður sem gat svarað spurningu okkar og staðfest að okkar strákur væri bara ekki til, en hún var tilbúin að panta hann fyrir okkur. Hann myndi koma ekki síðar en í gær en það yrði hringt í okkur til að staðfesta. Þar sem við vorum farin að bíða spennt eftir nýja fjölskyldumeðliminum okkar hringdi Þorgeir í dag til að athuga stöðuna. Hann beið í nokkrar mínútur með lyftutónlist en náði loks í gegn og honum var gefið samband við rétta deild, þá tók við nokkra mínútna bið af engu og hann gafst upp. Ef Egg væri ekki eina verslunin með svona feita stráka þá væri ég farin og búin að kaupa mér svona annars staðar. Ég þoli ekki lélega þjónustu enda hef ég ekki verslað við BT síðan við fengum gallaða sjónvarpið hérna um árið og enginn vissi neitt en gat samt verið með skæting!
Annars er bara feitur próflestur í gangi... 1 down 3 to go og 6 dagar eftir! Sem sagt próf fim, laug og mán. Rosa stuð! Sérstaklega að vera búin í prófi 16:30 á fim og fara í annað 9 á laug...
Ég er sem sagt orðin Hlaðverji enn á ný en mikil viðvera hér veldur skorti á ýmsu. Hjá sumum er það skortur á hreinum þægilegum nærbuxum, hjá öðrum aðallega skortur á einbeitingu. En þessa dagana er sem sagt bara íþróttabuxur, hettupeysa, ullarsokkar, nóg af óhollum mat, námsbækur og svo nær maður óholla matnum af sér með Boot camp eftir áramót! Úje
Flokkur: Bloggar | 11.12.2007 | 19:57 (breytt kl. 20:00) | Facebook
Athugasemdir
heyrðu þú bara lýstir mínum klæðnaði sem ég er í haha!
alltaf hettupeysa....það er bara regla...en annars skipti ég á milli íþróttabuxna og gallabuxna... ;)
en ég neita að vera hlaðverji ... ég er odda manneskja...
þar má maður tala, borða við borðið sitt, horfa á youtube myndbönd og skella uppúr og maður fær ekki evil eye heldur "hvað ertu að horfa á?!" og það er bara allt til alls og síðast en ekki síst...maður þarf EKKI að borga 50kr til að hita eitthvað upp í örbylgjunni og maður má koma með sinn eigin mat inná kaffistofuna...ekki það að við borðum þar einhvern tíma þar sem jú við megum borða við borðið okkar!
anyway...nóg hlöðu diss haha! :P
gangi þér vel í prófunum! :)
Dagný Guðmundsdóttir, 12.12.2007 kl. 00:16
Þakka þér sömuleiðis Dagný mín. Eitt sinn var ég Odda manneskja en nú er ég eldri og þroskaðri og nýt þagnarinnar hehe
Lutheran Dude, 12.12.2007 kl. 14:41
össssss feitt diss! hahaha
en jú ég skil það svosem að vera á hlöðunni þegar maður er í utanbókarlærdómi en þegar maður er í stærðfræði eða einhverjum svoleiðis fögum þar sem fólk er alltaf að spyrja hvort annað og hjálpast að við að reikna og finna út úr hlutunum þá er oddi nú skárri :p
annars kom ég nú í heimsókn á hlöðuna í gær og jú mikið rétt bara með því að LABBA í gegn...fékk ég nokkur evil augu .... ég gæti líka hafa hvíslað of hátt haha ... en allavega ... hlaðan er fín! :p
Dagný Guðmundsdóttir, 12.12.2007 kl. 23:43
Ætlaru að koma með mér í BootCamp eftir áramot?? Eigið þið marimekko-feitan gaur?? Mig langar í þennan bláa þarna sem þú linkaðir á en ég sé ekki myndina af ykkar gaur.
Þjóðarblómið, 13.12.2007 kl. 19:05
Sá blái er líka býsna flottur, en sá svarti passaði betur inn hjá okkur. Varið ykkur bara á verðlaginu í Eggi, vörur hækka um 10 þúsund kall bara við að vera til sölu þar og svo sannarlega ekki verið að borga fyrir þjónustuna...
Þorgeir Arason, 14.12.2007 kl. 09:37
Hvað kostaði feiti gaurinn ykkar?
Þjóðarblómið, 14.12.2007 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.