Það mætti halda að ég væri bara vaðandi í peningum, eða hefði verið það allavega. Það var nefnilega enn eitt fjölskyldumeðlimur ða bætast í hópinn. Hann hefur hlotið nafnið Bjartur Snær og er einstaklega fallegur. Ég fæ þó ekki að kynnast karakternum hans fyrr en á mánudaginn þegar prófunum mínum er lokið.
3 down 1 to go. Maraþonið heldur áfram, þetta er algert maraþon, hef sjaldan farið svona hratt í gegnum próf en enn sem komið er hefur þetta reddast. Ég er samt orðin eins og Þorgeir, farin að sitja næstum allan tíman og skrifa og skrifa og skrifa. Mér tókst að vera þriðja síðust út úr prófinu áðan og meira að segja að skrifa fullt fullt um trúarlega félagsmótun kvenna. Ég sem yfirleitt er svo stuttorð karlremba! En svona er þetta, tímarnir breytast og mennirnir með
Yfir og út!
Athugasemdir
hvað er málið með að nefna alla hluti sem eru á heimilinu ??? systir mín gerir þetta líka !!!
Heiðdís Ragnarsdóttir, 15.12.2007 kl. 12:39
Bjartur Snær á tölvu? ... Vinkona mín á son sem heitir Bjartur Snær...
en samt til hamingju!!
Dagný Guðmundsdóttir, 15.12.2007 kl. 16:15
Þetta er spurning um að nefna hluti sem hafa karakter! Það er líka bara svona gaman... hehe
En já Dagný mér finnst Bjartur Snær fara makkanum mínum bara afskaplega vel, hann er svo hvítur að hann verður að bera bjart nafn
Lutheran Dude, 16.12.2007 kl. 12:02
hehe ja ... greinilega! :)
ég hefði kannski nefnt hann snæfinn eða eitthvað! :p
annars heitir ipodinn minn Fancy ... því hann er jú svo fancy! :p
en ég reyni að forðast það að gefa hlutunum mínum alvöru nöfn ... hahaha!
Dagný Guðmundsdóttir, 16.12.2007 kl. 17:26
Snæfinnur myndi passa ágætlega svona yfir jólatímann. En ég hugsa bara um Snæfinn snjókarl og hann tengist jú jólunum
Lutheran Dude, 16.12.2007 kl. 19:33
Tölvan mín heitir Baltasar Dagur - fyrir kynþokkafyllsta mann þessa lands og Dagur til að hafa smá birtu í nafninu, á móti grófgerða og dökka kynþokka Baltasars!! Allir hlutirnir mínir heita eitthvað nema gemsinn minn.
Til hamingju með Bjart Snæ!! Hann er ofur fagur!!
Þjóðarblómið, 16.12.2007 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.