Ég var í afmæli hjá tengdapabba mínum í gær. Við gáfum honum bók. Þorgeir valdi bókina, hún heitir leitin að tilgangi lífsins... spurning hvort þetta var úthugsað, ekki seinna vænna en að finna tilganginn 46 ára gamall! Við fengum svakalega góðan mat, ég vildi bara að ég hefði getað farið til þeirra í dag að borða afganga, þó það hafi aðallega verið hrísgrjón afgangs held ég .
Eftir matinn fórum við að sjálfsögðu út á svalir til að horfa á myrkrið en það var eiginlega meira myrkur inni í húsinu en úti. Nágrannin er með svo rosaleg útiljós sem eru með sjálfstæðan vilja skilst mér. En við horfðum samt á Reykjavík (þau eru með flott útsýni) og ætluðum að horfa á borgina hverfa, en það gerðist ekkert. Við sáum að vísu að birtan minnkaði, vorum ekki sammála hvort þetta væri búið eða ekki en komumst svo að því að þetta var bara búið. Gengum svo upp á Valhúsahæðina til að njóta myrkursins betur, þar sáum við voðalega lítið í kringum okkur, nema dauðann uppi á einu þaki (það var skorsteinn en leit út eins og maður með ljá). Himinninn var samt bjartur, ekki stjörnubjartur eins og planið var, bara bjartur af öllum ljósunum í bænum. En þetta var allavega athylgisverð tilraun, verður forvitnilegt að vita hversu mikill orkusparnaður var þennan tíma.
Annars var ég að passa í dag, frændi minn neitaði að skipta um bleyju eða klæða sig fyrr en mamma sín kæmi heim. Mér tókst þó að sannfæra hann með því að láta hann velja sér bleyju sjálfur (það eru dýramyndir á bleyjunum hans) og sýna mér hvað hann væri duglegur að klæða sig sjálfur. Yndislegt hvað það þarf lítið til að sannfæra börn. Það þurfti að vísu aðeins meira til þegar átti að sannfæra systur hans um að vanda sig við heimanámið, skólaleti byrjar snemma í minni fjölskyldu. Ég nenni aldrei að læra heima og ekki frænka mín heldur, munurinn er sá að ég er búin að vera í skóla í 17,5 ár en hún í 1 mánuð!
Yfir og út, já og passið ykkur á öllum villuboðskap þjóðkirkjunnar, mér skilst að hún gleymi stundum að minna á að kynlíf fyrir hjónaband sé stærsta syndin!
Flokkur: Bloggar | 29.9.2006 | 17:33 (breytt kl. 17:33) | Facebook
Athugasemdir
"Litla" fólkið er greinilega fljótt að læra heimalærdóms hefðirnar ;)
En já, myrkvunin hefði mátt vera meiri, alveg klárt mál, margir sem klikkuðu á því að slökkva ljósin sín o.þ.h. og útiljós voru á mörgum stöðum...þurfum bara að taka tvö og allir samtak nú!
Davíð´Örn (IP-tala skráð) 2.10.2006 kl. 11:37
hehe jamm myrkrið var ekki alveg að gera sig í vesturbænum heldur, KR völlurinn var alveg upplýstur með sínum stóru kösturum og svo hjá okkur var risa elliblokkinn náttla alveg vel upplýst svo ekki var mikið myrkur, við tókum ekki einusinni eftir því þegar kveikt var aftur haha! ég skil litlu frænku þína svo ég er búin að sitja hérna í tíma í allan morgun og ekki einusinni byrjuð að reyna að fylgjast með :( duduru...
Berglind (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.