Jólin koma, jólin koma.

Jæja þá eru jólin alveg að detta inn. Ég er rosa spennt, enda algjört jólabarn. Við höfum þó verið frekar sein við jólaundirbúninginn þetta árið sökum prófa og þess háttar en nú er þetta allt að smella. Jólakortin eru á síðasta sjéns en þau voru skrifuð núna áðan, þau fara svo í póst á eftir! Vonandi sleppur það. Jólagreinin er ekki komin í hús en kemur vonandi bráðlega því ég þarf að skreyta hana fyrir jólin. Við ákváðum sem sagt að hafa ekkert jólatré enda engar gjafir sem þurfa að fara undir það. Við ætlum að vera hjá mömmu og pabba á aðfangadag. Planið var að vera hjá tengdó en þar sem mamma og pabbi ætla að stinga af yfir áramótin ákváðum við að vera þar á aðfangadag og hjá tengdó um áramótin. Ég held að það séu allir sáttir við það!Við erum komin með jólagjafir í hús, frá tengdó.Þeirra gjafir eru inn í skáp og þau fá þær ekki fyrr en í fyrsta lagi á þorláksmessu. Ég er ekki jafn stressuð að koma gjöfunum frá mér. Við eigum líka eftir að kaupa eina jólagjöf og skrifa jólakort til krakkanna í KFUM og KFUK, það verður líklega gert í kvöld því núna er ég að fara á skauta með vini mínum!Annars verð ég að segja frá hneikslinu mínu. Ég fór í gær og keypti flotta gjöf til að setja undir jólatréð í Kringlunni, ég var ánægð með gjöfina og spennt að geta gefið hana barni sem annars fengi kannski ekki jólagjöf. Þegar ég kom að trénu voru það unglingsstelpur að pakka inn snyrtivörum og ég hugsaði "frábært, þær eru að útbúa gjöf fyrir stelpu á þeirra aldri". Það stóð sem sagt skírum stöfum á borðinu að það væri einungis ætlað til að pakka inn gjöfum sem færu undir tréð. Þetta var erfitt hjá stelpunum og tók sinn tíma, eftir smá stund sá ég þó að þær voru með fullan poka af innpökkuðum gjöfum við hliðina á sér, allar í pappír eins og var á borðinu. Þegar ég komst loksins að sagði ég við stelpurnar "Þið vitið að borðið er bara fyrir gjafir sem fara undir tréð." "Já! Ég veit!" segir ein stelpan stingur svo pakkanum ofan í pokann sinn og labbar í burtu. Úff hvað ég var hneiksluð að svara mér að hún vissi alveg til hvers borðið var ætlað en var samt að misnota aðstöðuna. En þá var ekki allt búið, að kemur kona um þrítugt, merkt Kaupþingi, augljóslega starfsmaður í Kringlunni. Hún kemur með pakka og ég hugsa hvað það sé gaman hvað það eru margir tilbúnir að gefa undir tréð og er hætt að angra mig á unglingsstelpunum. En neinei konan pakkar inn gjöfinni, stingur henni ofan í pokann sinn og labbar í burtu! Hvað er málið ?!? Í fyrsta lagi, starfsmaður Kringlunnar og ætti að vera til fyrirmyndar í svona málum finnst mér. Í öðru lagi heyrði hún þegar ég benti stelpunum á að borðið væri BARA fyrir gjafir undir tréð! Þessi kona hafði enga afsökun. Svona hegðun finnst mér eyðileggja jólastemninguna. En það þarf samt sem betur fer meira en svona bögg til að eyðileggja jólin mín... ég get ekki beðið. Ég er næstum jafn spennt og þegar ég var krakki, munurinn er bara sá að núna er ég meira spennt að gefa gjafir heldur en að þiggja (þó það sé óneitanlega líka gaman)Jólakveðjur, yfir og út!

 

add_toon_info 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

þetta er ótrúlega kjánalegt þar sem það er gjafapökkunarborð hjá þjónustuborði kringlunnar !!!

Heiðdís Ragnarsdóttir, 21.12.2007 kl. 12:41

2 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

Já ég varð vitni að því sama í kringlunni einmitt, en líka það að það kom ung stúlka og reif alveg slatta af pappír og síðan af svona slaufuefni ( hvað heitir það aftur? ) og stakk því í poka sem hún var með og rölti síðan í burtu...þvílíkur dónaskapur....

 Annars bara gleðileg jól:)

Matthias Freyr Matthiasson, 27.12.2007 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband