bloggleysi og veðradramatík!

Jæja ég stóð ekki við það sem ég sagði hér eitt sinn að bloggunum myndi líklega fjölga með nýrri tölvu. Neibbs það viðurkennist bara hér með að ég er með meiri bloggletingjum þessa bloggheims og skammast mín ekkert fyrir það! Hins vegar ákvað ég að skella í eina færslu núna vegna fjölda áskorana (Takk Þóra)

Annars er það frekar veðradramatík sem ég hafði hugsað mér að blogga um en bloggleysi. Þannig er nefnilega mál með vexti að veðrið breytist á Íslandi en er samt alltaf svipað frá ári til árs. Það er rigning á haustin og snjór í kringum áramót. Ég veit ekki hversu oft ég heyrði í haust setningar eins og "þessi rigning ætlar aldrei að hætta, ég hef bara aldrei vitað annað eins!" Folks það rigndi líka síðasta haust og já allt síðasta haust, við búum á Íslandi! Svo núna byrjaði að snjóa og kannski er ég bara gift svona svakalegum dramakóngi en setningarnar sem komu frá manninum voru ofar mínum skilningi. Við gengum út í Frístundaheimilið þar sem við vorum með kirkjustarf og það var ekki búið að ryðja göngustígana svo skálmarnar á buxunum okkar blotnuðu talsvert. Haldiði að maðurinn segi ekki við eina fullorðna konu sem vinnur í Frístundaheimilinu "Við sem erum milli tvítugs og þrítugs munum varla eftir svona miklum snjó!" Sko ég man bara víst eftir því þegar það voru snjógöng inn í matskálann í Vatnaskógi og ég man víst eftir því að hafa sópað ofan af bílnum mínum með kústi áður en ég lagði af stað í háskólann af því að skafan var ekki nóg og ég man líka eftir því að hafa legið á jörðinni og reynt að moka bílinn út af bílastæðinu með þessum sama eiginmanni mínum í fyrra! Og ég man eftir því að hafa verið veðurteppt fyrir austan síðasta vor og þurfti að vaða snjóinn upp að mitti þegar ég var sótt! Stundum held ég að veðraminni Íslendinga nái ekki lengra aftur en eina viku. Líka þegar þessi rosa vindur kom núna í desember, jújú þetta var klikkun en ég var mjög hissa á fullorðnu fólki sem mundi ekki eftir öðru eins því ég mundi bara víst eftir ofsaveðrinu sem gekk yfir í febrúar árið 2002 minnir mig!

Niðurstaða: Íslendingar eru dramadrottningar í tengslum við veður, allir nema ég Halo

Yfir og út! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þjóðarblómið

Mikið er ég glöð að sjá smá blogg frá þér

Veðradramatík íslendinga er ótrúleg... ég kippi mér bara ekkert upp við þetta, finnst æðislegt að hafa svona mikinn snjó og þegar óveðrið var, var bara kósý að vera heima og hlusta á veðrið held nú reyndar að ég hafi sofið það mesta af mér þá

Þjóðarblómið, 20.1.2008 kl. 15:36

2 Smámynd: Dagný Guðmundsdóttir

hahaha vá hvað þetta er satt hjá þér ... það er rosalega mikil veðradramatík á þessu landi og ég er alveg ein af þeim sem missir sig :p enda á ég í love-hate relationship með snjó... en við erum góð í bili...

Dagný Guðmundsdóttir, 22.1.2008 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband