Áfram Ísland!

Það var lagið strákar, svona á að gera þetta!

Ég stóð hoppandi og kallandi fyrir framan sjónvarpið í gær á meðan ég reyndi að strauja rúmfötin (hafið þið reynt að strauja teygjulak, þetta er bara rugl), Þorgeir reyndi á sama tíma að undirbúa KFUM fund og gera grín að mér en hann var fljótt farinn að fylgjast með handboltanum líka. Hann getur þar af leiðandi hætt að gera grín að mér fyrr handboltaáhugann minn!

Svo er bara næsti leikur á eftir og þá mun ég líka vera hoppandi og öskrandi fyrir framan sjónvarpið.

Áfram Ísland, í blíðu og stríðu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

ég hef nú bara aldrei straujað rúmföt...hvað þá teygjulök !!!

Heiðdís Ragnarsdóttir, 24.1.2008 kl. 12:38

2 Smámynd: Dagný Guðmundsdóttir

Já ég verð nú bara að vera sammála heiðdísi ... ég reyni nú samt bara að forðast það að strauja hluti yfir höfuð...Strau er ekki eitthvað sem mér finnst gífurlega skemmtilegt...

En ég verð samt að spyrja...hver er tilgangurinn að strauja rúmföt? ... maður væntanlega setur þau á rúmið eða uppí skáp og svo á rúmið og þau krumpast strax......bara pæling :p

Dagný Guðmundsdóttir, 29.1.2008 kl. 12:36

3 identicon

Held ekki að það eigi að strauja teygjulök!! En það má alltaf reyna. Annars tek ég undir það sem Dagný sagði. En kannski ég ætti að kommenta sem minnst þar sem ég á ekki einu sinni straujárn....allavega ekki ennþá. En ég á ryksugu...æ, held ég ætti að hætta núna.

Rakel (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 13:49

4 Smámynd: Lutheran Dude

Ég vil taka það fram að þetta var ekki frottelak þó það hafi verið teygja á því, bara venjulegt bómullarlak! Yfirleitt nenni ég heldur ekki að strauja rúmfötin en í þetta skiptið voru þau extra krumpuð eftir að hafa legið of lengi í þurrkaranum án þess að nokkur nennti að taka þau út

Lutheran Dude, 31.1.2008 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband