gaman að þessu...

... samt misgaman. Hann Bjartur Snær er ekki jafn hress og þegar við hittumst fyrst. Ég held að hann sé eitthvað veikur, er búin að fara með hann einu sinni til læknis og þá var skipt um vinsluminni í honum en það er ennþá eitthvað að angra hann. Hann á það til dæmis til að loka ákveðnum forritum alveg af sjálfsdáðum við mismikinn fögnuð viðstaddra. Þarf að koma honum til læknis aftur!

Annars verð ég aðeins að blogga um Bootcamp fyrst ég má svona lítið tala um það. Þannig að þeir sem þola ekki bootcamp umræður mega hætta að lesa núna! Ég sem sagt mætti á mína fyrstu útiæfingu í gær. Ég verð nú að segja að ef haglið sem lamdi mig í framan á æfingunni hefði verið til staðar þegar ég vaknaði um morguninn þá hefði ég nú ekki farið langt. En þetta var alveg endalaust gaman, tókum hermannaskrið, bjarnagöngu, spretti, bjarnagöngu, hnébeygjuhopp áfram og fleira skemmtilegt. Til dæmis hlupum við hóla og hæðir meðal annars í rúmlega hnédjúpum snjó, hoppuðum jafnfætis upp á 0,5 metra pall og tókum armbeygjur á honum líka. Ég var á hestbaki á hávöxnum strák og átti að taka hann á hestbak líka en mér var vorkennt og sett í lið með annarri stelpu sem var líka vorkennt. Strákurinn hefði líka næstum náð niður ef hann hefði verið á bakinu á mér. Gaman að því!Og þó að Bjartur Snær sé smá veikur er nú ýmislegt sem hann getur gert... ég og Þorgeir vorum til dæmis að leika okkur áðan (og ekki reyna að halda því fram að við séum skrítin):


Photo 12Photo 15

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

ekki skrítin...bara soldið ljót ... !!

Heiðdís Ragnarsdóttir, 11.2.2008 kl. 00:20

2 identicon

Heiðdís sagði líka einu sinni við mig, að annað hvort er fólk skrítið eða leiðinlegt!

ég myndi segja að þið fallið undir skrítna flokkinn

Elín (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 09:25

3 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

ég er svo mikill heimspekingur

Heiðdís Ragnarsdóttir, 11.2.2008 kl. 20:50

4 Smámynd: Guðrún

Er þetta svona before and after? Fyrst varstu með mjóan háls og fór í boot camp og hann varð massaður? :D

Guðrún , 13.2.2008 kl. 13:14

5 Smámynd: Sólveig

áfram boot camp. Snilldar útiæfing!

Sólveig, 14.2.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband