Bara svona nokkrir punktar þar sem ég blogga allt of sjaldan:
- Ég er í heimaprófi, og hvað gerir maður í slíkum aðstæðum... jú maður bloggar.
- Bjartur Snær fór ekki til læknis, honum virðist líða betur, allavega hættur að loka forritum.
- Alltaf þegar ég finn eitthvað skemmtilegt að blogga um læt ég það bíða morguns og er gleymi svo hvað það var.
- Við hjónakornin erum MJÖG líklega að fara að flytja til Egilsstaða... ef þið vitið um einhvern traustan sem vill leigja íbúðina okkar má láta okkur vita og eins ef þið vitið um íbúð til leigu á Egilsstöðum. Það er sko ekki séns að við seljum íbúðina sem við erum nýbúin að kaupa, hún er alltof flott til þess enda ekki víst að við verðum á Egilsstöðum til æviloka.
- Einn punktur í samhengi við síðasta: Þegar amma Þorgeirs heyrði að við værum væntanlega að flytja kvartaði hún yfir hvað það væri langt að heimsækja langömmubörnin.... hún er alltaf skrefi á undan okkur!
- Og talandi um ömmur, sú sama leit á nýtt flatskjársjónvarp heima hjá tengdó og fannst það mjög merkilegt fyrirbæri, spurði meðal annars hvort myndin væri þá í þrívídd....
- ... ég er fegin að sjónvörp eru ekki í þrívídd, í fyrsta lagi væri leiðinlegt að vera stanslaust með einhver asnaleg gleraugu á nefinu og í öðru lagi fæ ég hausverk af svona þrívíddardæmi. Fór á 3D mynd í bíó í vetur og fór svo heim og lagðist í rúmið... ekki gaman. Strákurinn sem ég fór með heimtaði aftur á móti að fara aftur á myndina með mömmu sinni viku seinna...
Jæja best að halda áfram að skrifa um sálfræðilega sérhyggju, minni fólk á að við þyggjum góð ráð varðandi leigu og annað sem við gætum grætt á. Svo er bara að byrja að safna fyrir flugi svo hægt sé að heimsækja okkur sem oftast
Flokkur: Bloggar | 18.2.2008 | 14:44 (breytt kl. 14:45) | Facebook
Athugasemdir
Sálfræðileg sérhyggja? Ertu ekki í prófi í Litúrgíu? Er ég búinn að gleyma svona miklu úr þeim kúrsi???
Þráinn (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 23:44
Þráinn minn ef ég væri í prófi í litúrgíu væri það orðið ansi langt þar sem sá kúrs var á haustönn
Nei þetta er sko próf hjá henni Sólveigu Önnu í siðfræðinni, manstu ekkert eftir þeim áfanga heldur kannski hehe
Lutheran Dude, 18.2.2008 kl. 23:54
Gaman að þessu punktabloggi, meira af því. Ágætt fyrir okkur hina lötu, þá þarf maður að lesa minna.
Þorgeir Arason, 19.2.2008 kl. 17:11
Segir maðurinn sem skrifar alltaf LANGAN samfelldan texta á sitt blogg...
Lutheran Dude, 19.2.2008 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.