Heilinn er flókið fyrirbæri...

... minn er eins og útvarp með mörgum stöðvum í gangi í einu, allavega núna!

Ég er í heimaprófi og er að reyna að einbeita mér, hef ekki verið þekkt fyrir þann hæfileika í gegnum tíðina. Ég sendi matardagbók til bootcamp fyrir síðustu viku og var skömmuð fyrir of mikið sukk á nammidegi og of marga nammidaga. Úffídúffí þetta er erfitt líf, mér sem finnst ég vera að standa mig geðveikt vel... en neei enginn ís á föstudögum og ekkert kók á sunnudögum! Heilanum mínum finnst nauðsynlegt að pæla aðeins í þessu á meðan á heimaprófinu stendur. Þessa viku er ég á ljósmyndanámskeiði á kvöldin og ég er stöðugt að hugsa um ljósop og hraða, sérstaklega af því að þær fáu myndir sem ég hef reynt að taka í gærkvöldi og dag eru ekkert að virka hjá mér, virðist þurfa þrífót í allt... sem ég á ekki.  Svo af því að ég er að hugsa svona mikið þá finnst mér ég hafa svo mikið að gera að ég er að hugsa hvernig í ósköpunum ég eigi að hafa tíma fyrir boot camp (sérstaklega útiæfingar), starfsþjálfun, vinnu og Gray's anatomy! Ofan á þetta allt saman bætist svo hvað það er hrikalega stutt í árshátíð!

Hjálp við að skipuleggja hugsanir mínar óskast, helst sem fyrst! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég get passað húsið ykkar, en ég lofa engum brjáluðum peningum samt.

Þjóðarblómið, 20.2.2008 kl. 18:16

2 Smámynd: Lutheran Dude

Takk fyrir Þóra, við myndum allavega treysta þér fyrir húsinu. Hitt er svo annað mál að við verðum víst að hafa efni á afborgunum og leigan verður að kovera það ef við ætlum að lifa... Þú verður bara að fá meðleigjanda og málið er dautt! hehe

Lutheran Dude, 20.2.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband