Nú verð ég bara að deila með ykkur skemmtilegu atviki af þjóðarbókhlöðunni. Þeir sem hér þekkja til vita af manninum sem margur skemmtir sér við að fylgjast með, að einhverra sögn gamall læknir sem er nú kominn á aldur og ekki alveg að höndla lífið eins og við gerum flest. Hann gengur um með plastpokana sína og grúskar á þjóðarbókhlöðunni frá opnun fram að lokun. Svo situr hann og talar við sjálfan sig, safngestum til mismikillar gleði.
Núna er hann sem sagt mættur og situr fyrir aftan mig. Hann settist niður fyrir stuttu með tilheyrandi stunum, búkhljóðum og tali. Já hann er ekki hæglátasti maðurinn á svæðinu... stuttu eftir að hann settist heyrist svo sms hljóð úr einum símanum. Heyrist þá ekki í mínum manni stundarhátt eins og honum einum er lagið "Hvaða Djöfulsins hávaði er þetta?!?"
Það eru svona karakterar og samskipti sem lífga upp á daginn!
Og einn að lokum:
Athugasemdir
Vó vó vó......flytja til Egilsstaða?! Halldór er greinilega öflugri en ég hélt bara tekur soldin tíma að virka hjá honum. Þú segir fréttir finnst mér já en líst vel á þetta hjá ykkur. OfurPARTYpleisið Blómvangur 2 er örugglega með fína íbuð handa ykkur hjónum.
Hafdís Gerður Gísladóttir (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 23:14
Vá þú ert svo dugleg að blogga! Vildi að ég væri svona dugleg eins og þú, en reverendfun er alltaf jafn mikil snilld!
Guðrún , 25.2.2008 kl. 02:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.