Gaman að segja ykkur frá því að klukkan er 8:47 og ég er búin að dunda mér í tölvuleikjum á netinu. Ég sit sem sagt við tölvuna í flísbuxum, með kælipoka á hausnum tilbúin að taka á móti heimaprófinu mínu sem á að birtast kl.09:00!
Þorgeir var að fara upp í Vatnaskóg, sem er ástæðan fyrir því að ég er vöknuð svona snemma. Ég þurfti nefnilega að skutla honum í rútuna sem beið við Laugarneskirkju. Ég var mjög fegin að losna við hann svo ég gæti gert heimaprófið mitt í friði en svo fattaði ég að það hefði verið ágætt að hafa hann hérna til að lesa yfir fyrir mig áður en ég skila. Það vill nefnilega svo vel til að hann er betri í íslensku en ég
Annars verð ég nú aðeins að gera grín að manninum mínum. Þannig er mál með vexti að hann útskrifast með BA á laugardaginn og vill endilega halda kaffiboð í litla frímerkinu okkar, sem að þýðir að við þurftum að velja nokkra gesti og biðja þá um að taka stóla með sér. Þorgeir er aftur á móti svo spenntur yfir þessu litla kaffiboði sínu að hann var að spyrja mig hvort við ættum að halda kaffiboð þegar hann fengi vígslu sem prestur! Spurning um að taka því rólega...
Jæja ég er að spá í að fá mér að borða áður en heimaprófið mitt kemur... wish me luck
PS ég verð víst að monta mig af drengnum kíkið
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 18.10.2006 | 08:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.