hin fyrirsögnin gat bara ekki staðið lengur þar sem ég er orðin lélegust í geimi að blogga... aftur!En ég er komin til Þýskalands, sit hérna í Wuppertal með Bjart Snæ í fanginu inni í herberginu mínu í CJVM (KFUM) húsinu og nýt þess að komast á netið. Sambandið er reyndar hræðilegt og ég veit ekki hvort tók lengri tíma fyrir þessa síðu að opnast eða fyrir mig og Gumma að finna húsið. Við sem sagt villtumst alveg hrapalega. Flugið var lítið mál þó við höfum reyndar arkað framhjá hliðinu okkar en við áttuðum okkur nú fljótt... Lestarferðin var líka nokkuð auðveld enda nóg af skiltum.
Strætóferðin var flóknari en þar kom góðlátlegur starfsmaður og benti okkur á réttan stað. Það var að vísu fyndið að hann var að rembast eins og rjúpa við staur að koma einhverju út úr sér á ensku og þá buðum við honum að tala bara þýsku.. við skyldum smá... og viti menn þá romsaði maðurinn þessu öllu saman út úr sér! Á ensku að sjálfsögðu.Við fórum svo út á réttri stoppustöð en þá fyrst byrjaði ballið við áttum að labba yfir göngubrú og finna ákveðna götu. Vandamál A: göngubrýnar voru tvær. Vandamál B: Það var sama í hvaða átt við löbbuðum við gátum engan veginn fundið þessa götu. Þegar við vorum búin að taka upp alla þá pappíra sem við höfðum til að reyna að átta okkur betur var góðlátleg kona í göngutúr sem stoppaði og bauð okkur aðstoð sína. Hún talaði fyrst þýsku og við skyldum hana ágætlega (ég er mjög stolt af því) en svo skipti hún yfir í ensku fyrir okkur og talaði mjög góða ensku. Hún gat bent okkur á húsið og þá loks áttuðum við okkur á því hvað Þjóðverjar meina með HÆGRI!
En hérna erum við sem sagt komin, þreytt, sveitt og svöng enda ekki búin að borða síðan í flugvélinni. Strax komin í gírinn bara, alltaf að spara hehe eða bara skortur á matarlyst til að byrja með kannski.
En eftir ca 10 mínútur er matur mér til mikilar gleði og því ætla ég að reyna að birta þessa færslu.. eins gott að það takist!
Athugasemdir
yay! loksins bloggfærslafrá þér!
en skemmtu þér vel í germany :)
Dagný Guðmundsdóttir, 10.3.2008 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.