sófus og Þýskaland

Jæja stutt færsla enda er ég mjög upptekin við það að horfa á Grey's núna, ótrúlega spennandi alveg hreint. En sófus er orðinn algjört kúridýr og alveg sáttur við að vera kominn til okkar. Nuddar sér upp við mann þegar maður kemur heim og hættir því ekki fyrr en maður tekur hann upp og knúsar, það finnst honum best.

En Þýskaland var bara best! Kynntist fullt af skemmtilegu fólki og þetta var ekki svona dull ráðstefna sem ég bjóst alveg eins við, var frekar bara sorglegt að fara að sofa á kvöldin því þá þurfti maður að sofa en ekki spila eða kjafta eða syngja eða hafa gaman. Síðasta kvöldið fór ég að sofa um 2:30 og aðallega af því að ég mundi að ég var á leiðinni til Berlín en ekki heim og gat því ekki sofið daginn eftir. Gummi reyndi að vera mjög fyndinn, það tókst misvel, gaurinn sem lítur út fyrir að vera alvarlegur en er það ekki... einn Spánverjinn reyndi að sannfæra hann um að gera tákn í hvert sinn sem hann væri að grínast en hann gleymdi því alltaf, þess vegna hló aldrei neinn. Annars langar mig að benda á þetta vídjó (http://www.youtube.com/results?search_query=german+coastguard&search_type=) (gat ekki fengið linkinn til að virka) sem við gátum hlegið endalaust að, enda Þjóðverjar alveg yndislegir...

 Svo féllu nokkur gullkorn:

Hlín: "Er þér ekki kalt?" S: "Nei ég fékk kvef í gær!"

"Hey þú þekkir systur mína" Gummi: "Já, ég bið að heilsa henni" "En þú veist að hún er gift"

Svo var okkur sagt að borða hádegismat með ákveðnum manneskjum...

Gummi: "Hey þú ert deitið mitt" K:"Ha?!? Já en bara í hádeginu..." 

Og svo að sjálfsögðu eini brandarinn sem Gummi sagði sem allir hlógu að, honum tókst það síðasta daginn!

B: "Því miður verða nokkrir Írar að fara í dag, degi of snemma" Gummi:"Það er allt í lagi, það er svo mikið af þeim" 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ahhh, ég lít ekki vel út í þessari færslu. Þetta eru svona "djókar" sem maður varð að vera á staðnum.

Vinsamlega hafið það í huga þegar þið lesið þetta.

Guðmundur Karl Einarsson (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 00:22

2 Smámynd: Lutheran Dude

Já þetta er pínu svona had to be there... en það var líka ógeðslega fyndið þegar maður var þar!

Svo mætti nú alveg taka fram okkar yndislegi söngur úr dýrunum í Hálsaskógi... Lilli klifurmouse og I had it on a plate! ;o) Þetta var mögnuð ferð

Lutheran Dude, 19.3.2008 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband