pirr

Ég þoli ekki hópverkefni. Jújú maður getur grætt eitthvað á þeim en þau eru samt að gera mig geðveika. Eins og það sé ekki nógu mikið að gera hjá mér fyrir utan þessi ljótu hópverkefni.

Ég held líka að það sé eitthvað með mig að ÖLL vinnan eða allavega stærsti hluti hennar lendir á mér. Ég kann ekki að koma hlutunum yfir á aðra og enda alltaf sjálf einhvers staðar að drukkna. Nú vantar mig svona eins og fimm klukkutíma í sólarhringinn, bara til þess að ég geti fengið eins og sex samfellda klukkutíma til að læra. Ég næ aldrei að koma mér í gang með klukkutíma hér og hálftíma þar (sem sést best á því að ég er að blogga). En hjá Hlínzu verður þetta að vera samfellt... spurning um að fara bara að snúa sólahringnum við, læra á nóttunni og sofa þessa klukkutíma hér og hálftíma þar sem ég á yfir daginn Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, hvað ég er sammála þér með hópverkefnin, veit ekkert leiðinlegra. En skemmtileg pæling með að snúa sólarhringnum, sjálf hef ég orðið uppvís að því að snúa sólarhringnum við, hugsa nebbla skýrar á nóttunni, veit ekki alveg hversvegna en svona er það.

Gangi þér vel með allt og þá sérstaklega öll hópverkefnin :) Ég er með sama syndrome "geri-þetta-bara-sjálf-heilkennið" með því móti er maður pottþéttur á því að hlutirnir séu gerðir.

Rakel Brynjólfsdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 13:14

2 identicon

ohhh já hópverkefni eru ekki í uppáhaldi! hlakka til að meygla með þér á hlöðunni í prófunum jeee :)

Berglind (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband