Í dag átti ég svo sannarlega að taka hvíldardaginn með trompi. Ég sem sagt mætti í Fjölskyldumessu í morgun þar sem ég var með Biblíusögu en þetta var víst nauðsynlegur hluti af starfsþjálfuninni minni og gott ef Sr. Sigríður ætlar ekki bara að leyfa mér að útskrifast út á þessa stuttu hugleiðinu. Var að vísu að tala um að ég ætti að taka til á skrifstofunni hennar líka en vonandi slepp ég við það Svo átti starfsþjálfunin að halda áfram núna kl. 13:30 þar sem ég átti að aðstoða við útdeilingu í fermingarmessu. Sr. Sigriður var víst búin að gleyma því og þurfti mig ekki þannig að ég fékk frí... mér til mikillar gleði því þá gat ég bloggað, þrifið og kannski lært smá áður en haldið verður í síðustu messu dagsins. En ég þarf einmitt líka að taka smá heilagsandahopp í dag með því að mæta á samkomu í Fíladelfíu ásamt fleiri skemmtilegum djáknanemum... alltaf gaman að því!
Ég verð samt eiginlega að segja frá föstudeginum líka... föstudagur til frægðar er það ekki svoleiðis? Æi ég man það ekki. En allavega ég var voða duglega á föstudaginn og mætti í tíma aldrei slíku vant (hef verið full dugleg við að skrópa í kirkjusögu). Við vorum þarna allur hópurinn mættur 8:20 og svo leið og beið og ég hékk á netinu og svo var klukkan orðin 8:30 og við farin að tala saman um hvar í ósköpunum kennarinn gæti verið, datt samt engum í hug að fara. Við kíktum á netið og þar var engin tilkynning þannig að fullorðnu djáknanemarnir tóku sig til og hringdu heim til mannsins. Jújú þá var hann að pakka niður þar sem hann var á leiðinni til útlanda seinna um daginn. Ekki það að hann hefði ekki getað kennt okkur og gleymt að láta okkur vita. Neinei hann bara gleymdi okkur! Hann gleymdi að hann væri að kenna kirkjusögu! Hvernig er hægt að vera kennari og gleyma því þegar önnin er næstum búin hvaða áfanga maður er að kenna?!? Þessi maður slær öll met!
Svo seinna um daginn var að sjálfsögðu haldið í BC og ég held svei mér þá að ég hafi bara dáið, hef sjaldan verið svona ógó þreytt eftir æfingu. En það stoppaði mig ekki í því að synda 1100 metra á laugardagsmorgun áður en ég hjólaði í Grafarvoginn og svo heim aftur seinna um daginn. Jafnast fátt við að hjóla upp í Grafarholtið. Brekkan er svo löng að ég er búin að skipta henni niður í 4 brekkur svona til að hjálpa mér að takast á við hana andlega... og það gengur bara ágætlega, ég allavega kemst alltaf heim 7-9-13
Athugasemdir
nohh það er bara dugnaður í bloggi þessa daganna!!
En skemmtu þér í fíló! :) mun þetta vera í fyrsta skipti sem þú ferð þangað?
Dagný Guðmundsdóttir, 13.4.2008 kl. 14:19
Já og nei Dagný. Ég hef komið í fíló áður en aldrei á sunnudagssamkomu. Þannig að þetta var í fyrsta skipti og það síðasta nema eitthvað komi upp. Ég er alltof lúthersk fyrir þetta, en fólki fannst þetta almennt góð samkoma. Ræðumaðurinn var allavega góður en ég saknaði litúrgíunnar og sálmanna hehe
Lutheran Dude, 14.4.2008 kl. 10:02
Þú ert dugleg, og bara nokkuð efnilegur BC þjálfari held ég.
Guðmundur Karl Einarsson (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 00:00
Takk fyrir það Gummi, þú sást það líka í verki í gær! Og takk fyrir að kommenta, þú ert duglegur strákur hehe
Lutheran Dude, 17.4.2008 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.