Fyrir ári síðan...

Datt í hug að birta færsluna sem ég skrifaði á sama degi í fyrra. Þá kláraðist veturinn greinilega fyrr en núna... 

 

Það er síðasti vetrardagur í dag og það sést sko vel á Austurlandi.

Það snjóar inn um gluggann minn!

Jæja vonandi fer að hlýna á morgun þegar sumarið á að koma. Enn hef ég ekki heyrt um nein hátíðarhöld á Héraði en ég er að velta því fyrir mér að fara í bænagöngu... er samt ekki viss um að ég nenni að vakna kl.8 á frídeginum mínum. En allavega er stefnan tekin á bíltúr með Frikka og grískri stúlku sem fylgir honum. Um kvöldið eru svo tónleikar með Pétri Ben, LAylow og Ólöfu Arnalds, ég hlakka mikið til.

Ég hlakka reyndar mest til að komast heim en engu að síður er mjög notalegt að geta loksins verið á sama stað í viku, það hefur ekki tekist í lengri tíma trúið mér!

En annars er ég með tvö jólalög á heilanum allan daginn alla daga... er það eðlilegt?!?

Sól úti sól inni sól í hjarta sól í sinni sól bara sól Grin

 

Ég man að ég svaf yfir mig og fór ekki í bænagöngu en ég man að mér var kalt í bíltúrnum og tónleikarnir voru æði!

Ég er mikið að reyna að rifja upp hvaða jólalög þetta voru... það var allavega "Ég hlakka svo til..." en ég get ómögulega munað hvað hitt var.

En bráðum mun ég líta hið fagra Hérað á ný sem ég gat ekki beðið eftir að komast í burtu frá á þessum tíma í fyrra... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband