Nei nú hringi ég í Jens!

Ég er komin með hita, beinverki og hósta. Sem virðist þýða þriðja flensan á þessari önn!

Hlínzan er ekki sátt enda nýrisin úr rekkju þar sem hún lá í viku og þeir sem þekkja Hlínzu vita að henni finnst ekki gaman að gera ekki neitt og missa þar af leiðandi úr bc og fleira vesen! Vonandi sef ég þetta úr mér....

Hverjir muna annars eftir setningunni sem ég notaði í fyrirsögn? Bara sælar minningar úr FB! Og fyrst ég er að tala um sælar minningar þá er þetta náttúrulega best. Sérstaklega fyrir þig Heiðar (verst að ég held að þú lesir ekki bloggið mitt)!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágústa

Rakst á bloggið þitt fyrir tilviljun og þar sem ég þekki flensur á þessu ári vildi ég segja þér að til að losna við þennan fjanda þarftu að kaupa þér Hvönn (Angelika)annað hvort í töflu formi eða vökva og fara eftir leiðbeiningunum, þá fer þetta í eitt skipti fyrir öll.  Kveðja flensupestarræfill.

Ágústa, 22.4.2008 kl. 23:20

2 identicon

Ég man :) Var þó ekki í Fb eins og þú veist en var engu að síður gjaldgengur frasi í Vatnaskógi í eins og eitt sumar.

Sólveig (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 16:18

3 identicon

Hvar er Heiðar?? Ættum eiginlega að hringja í hann og segja honum að lesa bloggin okkar:) Nostalgía gömlu daganna. Manstu Verslunarmannahelgina þegar við lágum 3 inni í tjaldi heilan dag, hlustuðum á Leysist upp með Sóldögg (í kasettutæki:) og skrifuðum niður textann, og rifumst um hvert okkar hafði rétt fyrir sér :) Gamlir og góðir tímar.

Rakel Brynjólfsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 01:35

4 identicon

úfff finn rosa til með þér ég fékk einmitt eitt stykki flensu síðustu helgi og lág og meyglaði í rúminu alla helgina úfff vonandi ertu farin að hressast :)

Berglind (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 19:34

5 identicon

Þetta er snild. En veistu að það er komin bíómynd með þeim....

Heiðar Þór Jónsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 13:14

6 Smámynd: Lutheran Dude

Já Jónas! Ég á hana... bara snilld! En svo er líka víst að koma biómynd með sjóræningjunum sem gera ekki neitt segir Dagný...

Lutheran Dude, 1.5.2008 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband